Hinn árlegi og skemmtilegi jólamarkaður verður um helgina í íþróttahúsinu á Þórshöfn. Þar verður fjöldi verslana, happrætti, kaffihús, spákona og fleira til skemmtunar. Þetta er stærsta fjáröflun foreldrafélags grunnskólans sem sér um kaffihúsið, og einnig fyrir unglingabekkina en ár hvert er happdrættið á vegum 8 bekkjar og safnast þar í ferðasjóð.
Langanesbyggð leitar eftir áhugasömum aðilum til þátttöku í samningsinnkaupum (verðkönnun) vegna utanhússfrágangs húseignarinnar að Langanesvegi 2 Þórshöfn.
Miðvikudaginn 7. nóvember verður haldinn almennur kynningarfundur um tillögur að deiliskipulagi hesthúsahverfis við Þórshöfn, byggð miðsvæðis við Bakkaveg og Vesturveg og tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027
Eins og íbúar hafa eflaust tekið eftir þá hefur leikskólabyggingin við Barnaból nú tekið á sig mynd en þar er búið að reisa útveggi og smiðir að störfum í góða veðrinu. MVA verktakar frá Egilsstöðum eru þar að verki en þeir áætla að húsið verði fokhelt í nóvemberlok. Þá tekur við vinna innan veggja en stefnt er að því að hefja starf í skólanum á vormánuðum. Bráðabirgðahúsnæði hefur verið komið upp við Hálsveg og biðjum við íbúa að sýna tillitsemi í akstri um götuna.
Páll Jónasson í Hlíð á Langanesi hefur nú gefið út þriðju vísnabók sína sem ber heitið 130 Vísnagátur. Áður hefur hann gefið út bækurnar Hananú - 150 fuglalimrur, og Vísnagátur. Gáturnar í bókinni eru eilítið þyngri en í þeirri síðustu og segist Páll vonast til að hægt sé að nota hana í gangfræðiskólum enda séu mörg af þessum orðum að týnast úr íslensku máli, allavega margþætt merking þeirra. Páll er sjálfur með bókina í sölu en mun einnig vera með sölubás á Jólamarkaðinum á Þórshöfn 10. nóvember. Til gamans er hér ein skemmtileg gáta úr bókinni