Fara í efni

Ævintýrakort barnanna

Sumarið 2014 gaf Þekkingarnet Þingeyinga út kort fyrir alla fjölskylduna til að skemmta sér saman. Það ber heitið Ævintýrakort barnanna - Bakkafjörður, Langanes og Þistilfjörður. Þar má finna hinar ýmsu upplýsingar um dýr, fugla, blóm og fleira skemmtilegt á svæðinu, hvar er best að fara í fjöruferð, hvar eru flottir vitar að heimsækja o.s.frv. Aðalatriðið er síðan Garpakeppnin þar sem hægt er að fylla út stigatöflu fyrir hinar ýmsu þrautir, þar fást stig fyrir að vaða berfættur í sjónum, þekkja skeljar eða dýraskít, heimsækja vita, fara útí Skála, skrifa sögu um Draugafoss ofl. skemmtilegt, síðan má fara í næsta sölustað eða til ferðaþjónustuaðila á svæðinu og fá Garpaviðurkenningu. Kortið var unnið sem sumarverkefni hjá Þekkingarnetinu sumarið 2013 af háskólanema á Þórshöfn og það var síðan Margrét Brá Jónasdóttir, þá 15 ára sem teiknaði og myndskreytti kortið sjálft sem er sannkallað listaverk. Það má finna hér á pdf. 

Uppfært23. febrúar 2015
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?