Fara í efni

Félagsþjónusta

Langanesbyggð er með samstarfssamning við félagsþjónustu Norðurþings um þjónustu vegna félagsþjónustu, barnaverndar, skólaþjónustu og þjónustu við fatlaða.

Hlutverk félagsþjónustunnar er m.a. að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð á grundvelli samhjálpar. Þjónustan byggir á því að koma til móts við þarfir þeirra sem eftir þjónustunni leita. Markmið félagslegrar ráðgjafar er að hjálpa fólki til sjálfshjálpar þannig að sérhver einstaklingur geti sem best notið sín í samfélaginu. Starfsmenn sem sinna félagsþjónustu eru Guðrún Kristín Jóhannsdóttir ráðgjafi, Díana Jónsdóttir ráðgjafi og Dögg Káradóttir félagsmálastjóri. Einnig sinnir Ingibjörg Sigurjónsdóttir sálfræðingur einstökum málum.

Félagsmála- og barnaverndarnefnd Þingeyinga er fimm manna nefnd skipuð af Héraðsnefnd. Nefndin ber formlega ábyrgð á meðferð allra einstaklingsmála en starfsmenn sinna daglegri meðferð og afgreiðslu. Nefndin ber ábyrgð á almennum málum og stefnumótun í málaflokkum innan félagsþjónustu. Sveitarfélögin sem heyra undir Félagsmála- og barnaverndarnefnd Þingeyinga eru: Norðurþing, Skútustaðahreppur, Þingeyjarsveit, Tjörneshreppur, Svalbarðshreppur og Langanesbyggð.

Þeir sem óska eftir þjónustu félags- og skólaþjónustunnar geta annað hvort hringt og pantað tíma í síma 464 6100 eða fyllt út tilvísunareyðublað.

Félagsþjónustunni er ætlað að sinna verkefnum sveitarfélaganna samkvæmt lögum, t.d. lög nr. 40/1991um félagsþjónustu sveitarfélaga, barnaverndarlög nr.80/2002, lög um grunnskóla nr.66/1995, lög um leikskóla nr.78/1994og lög um málefni fatlaðra nr.59/1992. Einnig er unnið samkvæmt öðrum lögum svo sem ættleiðingalögum og barnalögum nr.76/2003.

Á Félagsþjónustunni starfar sérmenntað starfsfólk og er það bundið þagnarskyldu um málefni einstaklinga sem þangað leita. Undantekningu frá þagnarskyldu má einungis gera samkvæmt lagaboði svo sem ef barni er hætta búin. Starfsmenn fara í reglulegar ferðir um sýslurnar til að færa þjónustuna nær íbúum þeirra.

Tvær félagsmála-og barnaverndarnefndir eru starfandi: Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings sem tekur fyrir öll almenn mál og stefnumótandi mál og félags-og barnaverndarnefnd Þingeyinga sem tekur fyrir öll einstaklingsmál. Auk þess er Menningar- og fræðslunefnd starfandi.

Félagsmálastjóri: Dögg Káradóttir félagsráðgjafi

Eyðublöð:

Umsókn um heimaþjónustu
Umsókn um fjárhagsaðstoð
Þjónustubeiðni
Mat á þörf aldraðra fyrir dvalarrými
Heimild til upplýsingaröflunar
Umsókn um félagslegt húsnæði
Beiðni um sumardvöl

Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning 15-17 ára

Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning

Uppfært16. febrúar 2021
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?