Fara í efni

Skólastjóri óskast til starfa við Grunnskólann á Þórshöfn

Fréttir

Langanesbyggð leitar að framfarasinnuðum, skapandi og farsælum leiðtoga til að stýra Grunnskólanum á Þórshöfn frá og með næsta skólaári.

Skólastjóri er fyrst og fremst faglegur leiðtogi sem þarf að fylkja liði um stefnu skólans og árangursríka starfshætti. Leitað er að bjartsýnum og lausnamiðuðum einstaklingi með mikinn metnað, sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu á velferð og framfarir nemenda í góðu samstarfi við starfsfólk og foreldra. Skólastjóri stýrir og ber ábyrgð á daglegum rekstri, mannauðsmálum og annarri starfsemi skólans og að skólastarf sé í samræmi við lög og reglugerðir.

Menntunar- og hæfniskröfur:

-

Kennaramenntun og leyfisbréf grunnskólakennara

-

Leiðtogahæfni, metnaður og áhugi á skólaþróun og nýjungum

í skólastarfi er skilyrði.

-

Þekking og reynsla af rekstri og stjórnun er æskileg.

-

Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og kennslufræða er æskileg.

-

Sérstök áhersla er lögð á að viðkomandi búi yfir lipurð í samstarfi, sveiganleika og hæfni í mannlegum samskiptum.

-

Góðir skipulagshæfileikar og frumkvæði er kostur

-

Gerð er krafa um vammleysi. s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.

Umsókn fylgi ítarleg starfsferilskrá ásamt greinargerð þar sem m.a. komi fram ástæða umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi til starfsins.

Starfsfólk Grunnskólans á Þórshöfn hefur tekið virkan þátt í þróunarstarfi á síðustu árum þar sem lögð hefur verið áhersla á þróun fjölbreyttra kennsluhátta, teymisvinnu og á aukna lýðræðislega þátttöku nemenda í skólastarfinu. Framundan er áframhaldandi spennandi skólaþróun. 

Unnið er að því að koma á sameiginlegri skólastjórn Grunnskólans á Þórshöfn og leikskólans Barnabóls.  Skólastjórn sér um og stjórnar sameiginlegum verkefnum og stefnumótun. Hvor skólastjóri um sig sinnir daglegri stjórn á hvorum stað en munu m.a. sjá sameiginlega um mannaráðningar og hafa þannig stjórnunarlegan stuðning hvor af öðrum.

Umsóknarfrestur er til  27. júní nk.  og skulu umsóknir sendar rafrænt á netfangið elias@langanesbyggd.is

Við hlökkum til að heyra frá þér!

Nánari upplýsingar um starfið veita:

Elías Pétursson, sveitarstjóri í síma 4681220 eða 8920989, netfang: elias@langanesbyggd.is

Gunnar Gíslason, ráðgjafi í síma 8921453, netfang: gg@akmennt.is