Menntun
Á Þórshöfn er bæði grunnskóli og leikskóli. Við grunnskólann er einnig rekinn tónlistarskóli. Nánari upplýsingar er að sjá hér að neðan.
Grunnskólar
VETURINN 2021 - 2022
Grunnskólinn á Þórshöfn
Langanesvegi 20, 680 Þórshöfn
Sími: 468-1164, Netfang: skolastjori (hjá) thorshafnarskoli.is
Skólastjóri: Hilma Steinarsdóttir
Fjöldi nemenda er 65 og fjöldi starfsmanna er 19.
Heimasíða: https://grunnskolinn.com/
Leikskólar
Einn leikskóli er starfræktur í Langanesbyggð, leikskólinn Barnaból.
Barnaból er tveggja deilda leikskóli og þar eru rúmlega 30 börn í vistun.
Leikskólinn Barnaból
Fjarðarvegi 5a , 680 Þórshöfn
Sími: Sel 468 1223 - Stekkur 468 1303
Netfang: barnabol@langanesbyggd.is
Skólastjóri: Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir
Tónlistarskóli
Tónlistarskólinn á Þórshöfn starfar samhliða Grunnskólanum og er í húsnæði í Félagsheimilinu Þórsveri.
Framhaldsdeild frá Laugum
Menntasetrið á Þórshöfn var opnað á árinu 2009 en þar er rekin framhaldsskóladeild Framhaldsskólans á Laugum í nánu samstarfi við skólann.
Langanesbyggð og Svalbarðshreppur standa að baki verkefninu og hafa lagt til húsnæði til starfseminnar. Í Menntasetrinu á Þórshöfn er einnig mönnuð starfsstöð Þekkingarnets Þingeyinga sem býður jafnframt fjarfundabúnaði til kennslu, náms og funda, lesrými fyrir fjarnema og aðstöðu til prófatöku.
Um þessar mundir sinna starfsmenn Þekkingarnetsins framhaldsskóladeildinni á Þórshöfn, simi: 464-5142
Vefsvæði grunnskólans á ÞórshöfVefsvæði leikskólans Barnabóls