Sorphirða
Þann 1. ágúst 2010 hófst flokkun sorps á heimilum í Langanesbyggð. Markmiðið með flokkuninni er að uppfylla kröfur um úrbætur í umhverfismálum og bæta þjónustu við íbúa. Öll heimili flokka í þrjár tunnur, almennt sorp fer í gráa tunnu, endurvinnanlegt sorp í græna tunnu og lífrænt sorp í brúna tunnu. Lífræna sorpið verður jarðgert og endurvinnsla verður stóraukin. Náðst hefur góður árangur með sorpflokkun í Langanesbyggð síðan hún hófst sé horft til annarra sveitarfélaga. En það má vissulega gera betur.
Nýjum og uppfærðum upplýsingum verður komið inn á síðuna hér að neðan um flokkun og urðun sorps (ritstj. 15/09/2017)
Flokkunarleiðbeiningar
Sorphirðudagatal 2023
Reglur, gjaldskrá og opnunartími gámasvæðis
How to sort in the green bin and the brown bin.
Tablica segrgacji, zielony pojemnik, brązowy pojemnik