Fara í efni

Skipulags- og byggingarmál

Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur eftirlit með byggingu allra húsa og mannvirkja í Langanesbyggð, gefur út byggingarleyfi, annast fasteignaskráningu og lóðaskrá og reiknar út stærðir fasteigna. Hann annast útreikning gatnagerðargjalda og annarra byggingarleyfisgjalda. Hann innir af hendi umfangsmikla upplýsingamiðlun til almennings.

Skipulags- og byggingafulltrúi er Gaukur Hjartarson á Húsavík, sími 464-6100, netfang gaukur@nordurthing.is

Skipulagsmálin heyra undir skipulags- og umhverfisnefnd. Nefndin fer með skipulagsmál í umboði sveitarstjórnar samkvæmt Skipulagslögum frá 22. september 2010. Nefndin mótar stefnu í skipulagsmálum og gerir tillögur til sveitarstjórnar þar að lútandi.

Umhverfis- og skipulagsnefnd

Aðalmenn:
Jósteinn Hermundsson, formaður (L)
Karl Ásberg Steinsson (U)
Hallsteinn Stefánsson (N)
Kristján Úlfarsson (N)
Aðalbjörn Arnarsson (U)

Varamenn:
Þorsteinn Vilberg Þórisson (N)
Vikar Már Vífilsson (N)
Halldór Rúnar Stefánsson (N)
Almar Marinósson (U)
Sigríður Ósk Indriðadóttir (U)

Uppfært 9. ágúst 2019
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?