Fara í efni

Ákvörðun um matsskyldu - Norðausturvegur

Fréttir

Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Langanesbyggð farið yfir tilkynningu Vegagerðarinnar, um endurbyggingu Norðausturvegar á 20,5 km kafla um Finnafjörð og Bakkafjörð. Niðurstaða Langanesbyggðar er aðframkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

 Ákvörðunin liggur frammi hjá Langanesbyggð og á vefsíðu sveitarfélagsins www.langanesbyggd.is. Ákvörðunina má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála til 17. júlí 2019.

Umsókn Vegagerðarinnar er hér ásamt teikningum.