Skólaþjónusta
Félagsþjónusta Norðurþings fer með málefni skólaþjónustunnar í Langanesbyggð.
Hlutverk skólaþjónustunnar er að veita ráðgjöf samkvæmt grunnskóla- og leikskólalögum.
Lög um grunnskóla nr.66/1995
Lög um leikskóla nr. 78/1994
Megin viðfangsefni þjónustunnar er því að styrkja skóla og starfsmenn þeirra með því að veita ráðgjöf um skólaþróun, skólanámskrárgerð, mat á skólastarfi og kennslufræðilega ráðgjöf vegna almennrar kennslu og kennslu einstakra námsgreina. Menningar-og fræðslunefnd er sex manna nefnd sem er til faglegrar ráðgjafar um skólastarf á starfssvæðinu.
Hlutverk skólaþjónustunnar er m.a. að veita greiningar og ráðgjöf varðandi:
- mál- og tal örðugleika
- almennra námsörðugleika
- lestrar- og stærðfræðiörðugleika
- félags- og tilfinningalegra örðugleika
- skólagöngu fatlaðra
- vanda sem tengist einstökum nemendum eða bekkjardeildum
- samstarfsverkefni á sviði skólaþróunar
Starfsmenn skólaþjónustu eru Sigurður Aðalgeirsson kennsluráðgjafi og Árný Þóra Ármannsdóttir námsráðgjafi. Auk þess sinna sálfræðingarnir Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Anný Peta Sigmundsdóttir ýmsum verkefnum í skólaþjónustu, vinna m.a. greiningar og veita viðtöl. Talmeinafræðingurinn Sonja Magnúsdóttir sinnir greiningum vegna tal- og málörðugleika.
Grunnskólar á þjónustusvæðinu eru:
Borgarhólsskóli, Grunnskólinn á Raufarhöfn, Grunnskóli Skútustaðahrepps, Grunnskólinn á Þórshöfn, Hafralækjarskóli, Litlulaugaskóli og Öxarfjarðarskóli.
Leikskólar á þjónustusvæðinu eru:
Leikskólinn Grænuvellir á Húsavík, Leikskólinn Krílabær á Raufarhöfn, Leikskólinn Krílabær á Laugum, Leikskólinn Ylur í Skútustaðahreppi, Leikskólinn Barnaborg í Aðaldal, Leikskólinn Krílakot á Kópaskeri, Leikskólinn Lundakot í Öxarfirði og Leikskólinn Barnaból á Þórshöfn.
Útlán námsgagna
Hér er hægt að nálgast lista yfir námsefni til útláns hjá Skólaþjónustunni.
Útlánalisti (pdf skjal)
Eyðublöð:
Umsókn um samstarf
Þjónustubeiðni
Tilvísunareyðublað
Heimild til upplýsingaöflunar