Fara í efni

Húsaleigubætur

Íbúar Langanesbyggðar, sem leigja íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu og eiga þar lögheimili eiga rétt á húsaleigubótum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Námsmenn, með lögheimili í Langanesbyggð eiga rétt á húsaleigubótum, þó þeir leigi utan lögheimilissveitarfélags, einnig þótt þeir leigi aðeins herbergi, sé það á nemendagörðum.

Umsókn um húsaleigubætur skal framvísað til sveitarfélagsins, á þar til gerðu eyðublaði. Umsókn skal skilað eigi síðar en 16. dag bótamánaðar. Umsókn gildir í allt að 12 mánuði, en endurnýja þarf umsókn 1. janúar ár hvert.

Með umsókninni þurfa eftirfarandi gögn að fylgja:

a) Frumrit þinglýsts húsaleigusamnings, undirritað af leigusala og leigutaka, nema ef eigandi íbúðar er sveitarfélagið, þá þarf ekki að þinglýsa leigusamningi.

b) Staðfest afrit af síðasta skattframtali og útskrift úr staðgreiðsluskrá síðastl. 12 mánuði, eða aðgengi að upplýsigum ríkisskattstjóra um tekjur og eignir umsækjanda. Hér er átt við upplýsingar vegna allra sem í íbúðinni búa.

Ef umsækjandi, eða einhver sem í íbúðinni býr fær greiðslur frá Tryggingastofnun, þarf greiðsluáætlun ársins að fylgja, eða greiðsluseðill vegna desemberbóta, ef ekki hefur verið veittur aðgangur að upplýsingum frá ríkisskattstjóra.

c) Staðfesting skóla um nám umsækjanda, sé umsækjandi að leigja utan sveitarfélagsins.

Hámarksupphæð húsaleigubóta fyrir hverja íbúð er kr. 18.000, að auki er greitt vegna barna kr. 14.000 vegna fyrsta barns, 8.500. vegna annars barns og 5.500. kr. vegna þriðja barns. Hámarksgreiðsla húsaleigubóta er kr. 46.000, þó er ekki greitt hærra en 50% af leigufjárhæð. Fari skattskyldar tekjur þeirra sem í íbúðinni búa yfir kr. 2 millj. síðust 12 mánuði, skerðast húsaleigubætur um 1% af tekjuupphæð yfir 2 milljónir. Flestar bótategundir frá Tryggingastofnun teljast þó ekki til tekna í útreikningi húsaleigubóta.

Umsækjendum er bent á skyldur sínar, um að gefa upp nöfn allra þeirra sem í íbúðarhúsnæðinu búa, og tilkynna sveitarfélaginu þegar í stað um breytingar á högum sínum, sem geta haft áhrif á rétt til húsaleigubóta. Hafi bótaþegi ranglega fengið húsaleigubætur, vegna rangra upplýsinga, eða verið reiknaðar of háar bætur fyrir of langt tímabil ber honum að að endurgreiða þá fjárhæð sem ofgreidd var með 15% álagi.

Á vef Félagsmálaráðuneytisins er hægt að nálgast nánari upplýsingar um lög um húsaleigubætur, einnig er þar aðgengilegt forrit til að reikna út rétt til bóta (reiknivél fyrir húsaleigubætur). Sveitarfélagið veitir að sjálfsögðu nánari upplýsingar um húsaleigubætur sé þess óskað.

 

Gagnlegir vefir:

Uppfært10. apríl 2013
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?