Fara í efni

Barnavernd

Félags- og barnaverndarnefnd fer með barnaverndarmál fyrir hönd Langanesbyggðar.

Markmið barnaverndar er að tryggja börnum og ungmennum viðunandi uppeldisskilyrði með því að styrkja uppeldishlutverk fjölskyldunnar og beita stuðningsúrræðum þegar það á við. Almenningur hefur tilkynningarskyldu til nefndarinnar sem þýðir að hverjum þeim sem verður var við að barni sé misboðið, uppeldi þess vanrækt eða aðbúnaði þess svo áfátt að barninu geti stafað hætta af, ber skylda til að láta barnaverndarstarfsmann vita. Almenningur sem tilkynnir getur óskað nafnleyndar. Sérstakar skyldur eru lagðar á lögreglu og þá sem hafa afskipti af börnum, svo sem kennara, dagforeldrar, presta, lækna, ljósmæður, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og félagsráðgjafa að tilkynna slík mál til barnaverndarnefndar. Aðstæður barna sem talin eru búa við óviðunandi aðstæður eru kannaðar og í framhaldi af því er ráðgjöf og aðstoð veitt þar sem þess er talin þörf.

Stuðningsúrræðum er alltaf beitt í samvinnu við foreldra en þau geta t.d. verið uppeldisráðgjöf, tilsjón inn á heimili, persónuleg ráðgjöf til að styðja við ungmenni og stuðningsfjölskyldur. Fæst mál einstakra barna eru lögð fyrir barnaverndarnefnd, flest mál eru unnin af starfsmönnum í samvinnu við foreldra og börn. Einstök mál eru lögð fyrir barnaverndarnefnd, t.d. ef foreldrar eða börn eldri en 15 ára geta ekki fallist á samstarf við starfsmenn nefndarinnar eða ítrekaðar stuðningsaðgerðir hafa ekki skilað árangri.

Starfsmenn barnaverndar eru Guðrún Kristín Jóhannesdóttir ráðgjafi ogDíana Jónsdóttir ráðgjafi. Einnig sinnir Ingibjög Sigurjónsdóttir sálfræðingur greiningum og viðtalsmeðferð í einstökum málum.

Neyðartilvik vegna barnaverndar sem koma upp utan skrifstofutíma um kvöld og helgar er hægt að tilkynna til lögreglunnar á Húsavík sem hefur samband við barnaverndarstarfsmenn.

Starfað er eftir barnaverndarlögum nr. 80/2002 og öðrum lögum eftir því sem við á.

Útivistartími barna

Frá 1. september til 1. maí mega börn 12 ára og yngri ekki vera á almannafæri eftir kl. 20:00 og börn á aldrinum 13-16 ára mega ekki vera á almannafæri á þessu tímabili eftir kl. 22:00

Frá 1. maí til 1. september lengist tíminn um 2 klukkustundir. Undanskilið er bein heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta-eða æskulýðssamkomu eða að barnið sé í fylgd fullorðins.

Áhugaverðar heimasíður

ADHD samtökin

Barnaheill

Barnaverndarstofa

Forvarnasíða lögreglunnar

Umboðsmaður barna

Eyðublöð

Barnaverndartilkynning
Verklagsreglur um tilkynningarskyldu
Umsókn um vistun á heimili eða stofnun

Uppfært18. mars 2019
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?