Vinnuskóli Langanesbyggðar hefst mánudaginn 3. júní og lýkur föstudaginn 26. júlí. Unnið er virka daga og er vinnutími frá kl. 08:00 til kl. 16:00. Vinnuskólinn er fyrir unglinga fædda árin 2003, 2004 og 2005.
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga óskar að ráða öflugan verkefnisstjóra til að leiða byggðaeflingarverkefnið Betri Bakkafjörður sem er hluti verkefnisins Brothættar byggðir og leitt af Byggðastofnun. Gert er ráð fyrir að verkefnið muni standa út árið 2023 gangi allar forsendur eftir.