Fara í efni

Malbikun í sumar?

Fréttir

Til stendur að malbika plan við nýjan leikskóla í sumar en eins og vitað er, eru framkvæmdir þar eru á lokastigi.

Okkur fýsir að vita hvort fyrirtæki eða einstaklingar vilja malbika plön eða innkeyrslu hjá sér í leiðinni. Eins og þekkt er fylgir því nokkur kostnaður að flytja vélar og mannskap til Langanesbyggðar fyrir tiltölulega lítil verkefni. Því gæti af augljósum ástæðum hlotist af því hagræði ef fleiri vildu láta malbika hjá sér.

Því er spurt hvort það séu fyrirtæki eða einstaklingar sem vilja og geta látið malbika hjá sér sumar, innkeyrslur eða plön, þá væri gott að heyra frá ykkur í s. 468-1220 eða á netfangið langanesbyggd@langanesbyggd.is

Á þessu stigi er ekki hægt að setja verðmiða á svona vinnu, slíkt ræðst af fjölda verkefna og stærð meðal annars. Þar að leiðandi er ekki um skuldbindingar að ræða, heldur er þetta óformleg könnun. Svör óskast sem fyrst.