Fara í efni

Yfirlit frétta

23.11.2018

Tillögur til stuðnings Bakkafirði samþykktar í ríkisstjórn

Ríkisstjórn samþykkti í dag tillögur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um eflingu byggðar við Bakkaflóa.
22.11.2018

Flösku- og dósamóttaka

Í dag frá kl.13-16
20.11.2018

Finnafjarðarverkefni: Styrkur til að stofna félög um rekstur

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur undirritað samninga við sex landshlutasamtök sveitarfélaga um níu verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024, og fékk Eyþing þar 18 milljónir vegna Finnafjarðarverkefnis. Í úthlutun segir: Stórskipahöfn í Finnafirði. Eyþing fær styrk til að stofna félög um reksturinn í eigu sveitarfélaga og þróunarfélag sem sér um kynningu og markaðssetningu í samstarfi við Bremenport í Þýskalandi. Styrkurinn nýtist til að halda áfram nauðsynlegri undirbúningsvinnu vegna þessa. Verkefnið er styrkt um 18.000.000 kr. Að þessu sinni var 120 milljónum króna úthlutað fyrir árið 2018 til sértækra verkefna á sóknaráætlunarsvæðum. Markmiðið með framlögum til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða er að tengja sóknaráætlanir landshluta við byggðaáætlun og færa heimafólki aukna ábyrgð á ráðstöfun fjármuna. Áhersla er lögð á að styrkja svæði þar sem er langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf. Verkefni sem hljóta styrk skulu nýtast einstökum svæðum eða byggðarlögum innan landshlutans, eða landshlutanum í heild. Íbúaþróun, samsetning atvinnulífs og atvinnustig og meðaltekjur var meðal þess sem lagt til grundvallar við mat á umsóknum.
20.11.2018

Aðventustund í Þórshafnarkirkju

Aðventustund verður í Þórshafnarkirkju,
16.11.2018

Fundargerð 92.fundar sveitarstjórnar

Fundargerð 92.fundar sveitarstjórnar
15.11.2018

92. fundur í beinni

Hægt er sjá beina útsendingu frá 92. fundi sveitarstjórnar sem verður haldinn í dag
13.11.2018

92. fundur sveitarstjórnar á Bakkafirði

92. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn að Skólavegi 5, Bakkafirði, fimmtudaginn 15. nóvember 2018 kl. 17:00
12.11.2018

Skálaþorpið tilvalið sögusvið fyrir bók

Rithöfundurinn Ragnar Jónasson sendi nýlega frá sér skáldsöguna Þorpið. Sögusvið bókarinnar er Skálar á Langanesi en sagan gerist árið 1985 í þorpinu við ysta haf. Eins og flestir vita fór þorpið í eyði nokkru fyrr eða um miðja öldina. Ragnar sagði í samtali við lnb.is að þegar hann hafi heyrt af Skálaþorpinu hafi hann farið að kynna sér sögu þorpsins og fundist það tilvalið sögusvið fyrir bók. Hann sagði svæðið vera fallegt og sögu þorpsins áhugaverða, en hann kom að skoða rústirnar á Skálum á meðan hann skrifaði söguna.
12.11.2018

Fjölmennt á Jólamarkaði

Hinn árlegi Jólamarkaður á Þórshöfn var um helgina í íþróttahúsinu og var vel mætt að vanda. Vissulega setti smá strik í reikninginn að það var nóg annað um að vera þar sem enn eru síldarvaktir og fjölmennt meiraprófsnámskeið á sama tíma en á móti kemur að nágrannar okkar fjölmenna sem er vel. Á staðnum voru 22 söluaðilar með alls kyns varning, kaffihús foreldrafélagsins á sínum stað og happdrætti 8 bekkjar. Markaðurinn er búinn að festa sig í sessi enda var þetta í 9. sinn sem hann er haldinn. Skemmtilegur dagur sem margir koma að, enda þarf nokkrar hendur til að skella upp svona markaði.
08.11.2018

Hugmyndir að skipulagsbreytingum á Þórshöfn

Á fjölmennum íbúafundi sem haldinn var í Þórsveri, miðvikudaginn 7. nóvember sl., kynnti Anna Kristín Guðmundsdóttir skipulagsfræðingur