Fara í efni

Félagsleg heimaþjónusta

Félagþjónusta Norðurþings fer með málefni félagslegrar heimaþjónustu fyrir hönd Langanesbyggðar.

Með félagslegri heimaþjónustu er veitt aðstoð inn á einkaheimili og er markmiðið með henni að styðja við sjálfstæða búsetu fólks sem vegna veikinda, fötlunar eða aldurs þarf á aðstoð að halda. Um getur verið að ræða aðstoð við heimilisþrif og þvotta, aðstoð við innkaup og fleira. Leitast er við að mæta persónulegum þörfum einstaklinganna og er félagslegur stuðningur, hvatning og samvera mikilvægir þættir í starfinu.

Sækja þarf um félagslega heimaþjónustu til deildarstjóra félagslegarar heimaþjónustu, Fanneyjar Hreinsdóttur, og er hver beiðni metin og færð fyrir samráðsfund félagsþjónustu Norðurþings. Þjónustuþegar greiða eftir gjaldskrá sem er tekjutengd og endurskoðuð ár hvert og samþykkt af sveitarstjórn.

Gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu

Reglur um félagslega heimaþjónustu

Uppfært10. apríl 2013
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?