Fara í efni

Yfirlit frétta

19.01.2019

Forstöðumaður nýrrar þjónustumiðstöðvar

Forstöðumaður óskast til starfa á í nýrri þjónustumiðstöð Langanesbyggðar á Þórshöfn. Leitað er að metnaðarfullum, hugmyndaríkum og kraftmiklum einstaklingi til að takast á við ögrandi og spennandi verkefni.
18.01.2019

Verslun Rauða Krossins söluhá fyrsta árið

Í apríl opnaði Rauði krossinn verslun í Langanesbyggð og er óhætt að segja að viðtökurnar hafi verið góðar. Á vef verslunarinnar á facebook kemur eftirfarandi fram: Kæru viðskiptavinir og velunnarar! Það er starfsfólki Rauða kross verslunarinnar á Þórshöfn einstök ánægja að tilkynna að sala ársins 2018, frá opnun búðarinnar í apríl, var 727.390 krónur! Okkar frábæra starfsfólk stefnir á milljón króna sölu árið 2019. Við erum afar þakklát ykkur, kæru viðskiptavinir, því það eruð þið sem láta dæmið ganga upp. Á landsvísu er verslunin okkar söluhá og erum við afar stolt af því! Allur ágóði nýtist í þörf verkefni Rauða krossins, innan sem utan lands og því höldum við ótrauð áfram. Meðal þess sem Rauði krossinn sinnir á Íslandi er: -Stuðningur við flóttafólk og aðstoð við aðlögun í nýju samfélagi -Hjálparsíminn 1717 sem er opinn allan sólarhringinn fyrir fólk sem þarf andlegan stuðning. -Frú Ragnheiður, sérútbúinn bíll sem sjálfboðaliðar aka um götur höfuðborgarinnar og veita skaðaminnkandi heilbrigðisaðstoð og nálaskiptaþjónustu. -Ungfrú Ragnheiður sem sinnir sambærilegu starfi og Frú Ragnheiður en er staðsett á Akureyri. -Áfallasjóður sem ætlað er að styðja við fólk sem lent hefur í skyndilegu fjárhagslegu áfalli, svo sem í tengslum við sjúkdóma eða slys. -Konukot sem er næturathvarf fyrir heimilislausar konur. Við þetta bætist svo, námsaðstoð, vinahópar, tómstundastjóður flóttabarna og fleira og fleira... Framlag þitt skiptir þess vegna miklu máli. Opnunartímar eru óbreyttir: Verslunin er opin fimmtudaga frá 16 til 18 og laugardaga frá 14 til 16. Sjáumst :) Starfsfólk og stjórnendur Rauða kross verslunar í Langanesbyggð.
11.01.2019

Fundargerð 94. fundar á heimasíðunni

Fundargerð 94. fundar sveitarstjórnar, sem haldinn var fimmtudaginn 10. janúar sl.,
10.01.2019

Þingmannaheimsókn í dag

Þórunn Egilsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir þingmenn Framsóknarflokksins
10.01.2019

94. fundur sveitarstjórnar í beinni

94. fundur sveitarstjórnar verður í beinni útsendingu á netinu
09.01.2019

Gámasvæði lokað í dag!

Gámasvæði er lokað í dag vegna veðurs.
08.01.2019

94. fundur sveitarstjórnar

94. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Þórsveri á Þórshöfn, fimmtudaginn 10. janúar 2019 og hefst fundur kl. 17:00.
Fundur
04.01.2019

Íbúafundur á Bakkafirði - sportkanie komunalne w Bakkafjörður

Jowl filet mignon bacon hamburger meatball ground round
04.01.2019

Göngum í skólann verkefnið hefst 5. september nk.

Jowl filet mignon bacon hamburger meatball ground round beef. Ground round picanha boudin, pastrami cow chuck ribeye cupim jowl shank. Bacon ipsum dolor amet ground round pig pastrami prosciutto, chuck leberkas capicola boudin picanha turkey chicken. Corned beef sausage leberkas fatback. Meatloaf kielbasa swine, ribeye pork chop tenderloin ham hock flank. Bresaola cow bacon short loin jowl ribeye shankle meatball tongue. Ham hock tenderloin meatball jowl rump shoulder.
04.01.2019

Langanesbyggð styrkir Björgunarsveitna

Í gær var skrifað undir samning á milli Björgunarsveitarinnar Hafliða og Sveitarfélagsins Langanesbyggðar. Samingurinn er til þriggja ára og felur í sér árlegan styrk uppá 700 þúsund krónur sem kemur sér eflaust vel fyrir okkar duglega björgunarsveitarfólk og starfssemi Hafliða. Að venju var nóg að gera hjá Björgunarsveitinni um jól og áramót í flugeldasölu, brennuumsjón sem og sérstöku sambandi þeirra við jólasveinana sem þeir aðstoða eftir bestu getu.