Fara í efni

Yfirlit frétta

13.11.2018

92. fundur sveitarstjórnar á Bakkafirði

92. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn að Skólavegi 5, Bakkafirði, fimmtudaginn 15. nóvember 2018 kl. 17:00
12.11.2018

Skálaþorpið tilvalið sögusvið fyrir bók

Rithöfundurinn Ragnar Jónasson sendi nýlega frá sér skáldsöguna Þorpið. Sögusvið bókarinnar er Skálar á Langanesi en sagan gerist árið 1985 í þorpinu við ysta haf. Eins og flestir vita fór þorpið í eyði nokkru fyrr eða um miðja öldina. Ragnar sagði í samtali við lnb.is að þegar hann hafi heyrt af Skálaþorpinu hafi hann farið að kynna sér sögu þorpsins og fundist það tilvalið sögusvið fyrir bók. Hann sagði svæðið vera fallegt og sögu þorpsins áhugaverða, en hann kom að skoða rústirnar á Skálum á meðan hann skrifaði söguna.
12.11.2018

Fjölmennt á Jólamarkaði

Hinn árlegi Jólamarkaður á Þórshöfn var um helgina í íþróttahúsinu og var vel mætt að vanda. Vissulega setti smá strik í reikninginn að það var nóg annað um að vera þar sem enn eru síldarvaktir og fjölmennt meiraprófsnámskeið á sama tíma en á móti kemur að nágrannar okkar fjölmenna sem er vel. Á staðnum voru 22 söluaðilar með alls kyns varning, kaffihús foreldrafélagsins á sínum stað og happdrætti 8 bekkjar. Markaðurinn er búinn að festa sig í sessi enda var þetta í 9. sinn sem hann er haldinn. Skemmtilegur dagur sem margir koma að, enda þarf nokkrar hendur til að skella upp svona markaði.
08.11.2018

Hugmyndir að skipulagsbreytingum á Þórshöfn

Á fjölmennum íbúafundi sem haldinn var í Þórsveri, miðvikudaginn 7. nóvember sl., kynnti Anna Kristín Guðmundsdóttir skipulagsfræðingur
07.11.2018

Flöskumóttaka á morgun, fimmtudag

Bebbi tekur á móti endurnýjanlegum umbúðum bak við Kjörbúðina á morgun, fimmtudaginn 8. nóvember milli kl. 13 og 16.
05.11.2018

Árlegur jólamarkaður um helgina

Hinn árlegi og skemmtilegi jólamarkaður verður um helgina í íþróttahúsinu á Þórshöfn. Þar verður fjöldi verslana, happrætti, kaffihús, spákona og fleira til skemmtunar. Þetta er stærsta fjáröflun foreldrafélags grunnskólans sem sér um kaffihúsið, og einnig fyrir unglingabekkina en ár hvert er happdrættið á vegum 8 bekkjar og safnast þar í ferðasjóð.
02.11.2018

Langanesvegur 2 - utanhússklæðning

Langanesbyggð leitar eftir áhugasömum aðilum til þátttöku í samningsinnkaupum (verðkönnun) vegna utanhússfrágangs húseignarinnar að Langanesvegi 2 Þórshöfn.
01.11.2018

Íbúafundur um skipulagsmál í Langanesbyggð

Miðvikudaginn 7. nóvember verður haldinn almennur kynningarfundur um tillögur að deiliskipulagi hesthúsahverfis við Þórshöfn, byggð miðsvæðis við Bakkaveg og Vesturveg og tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027
30.10.2018

Fundargerð 91 fundar - aukafundar á heimasíðuna

Fundargerð 91. fundar sveitarstjórnar, aukafundar, er komin á heimasíðuna
30.10.2018

Leikskóli rís við Miðholt

Eins og íbúar hafa eflaust tekið eftir þá hefur leikskólabyggingin við Barnaból nú tekið á sig mynd en þar er búið að reisa útveggi og smiðir að störfum í góða veðrinu. MVA verktakar frá Egilsstöðum eru þar að verki en þeir áætla að húsið verði fokhelt í nóvemberlok. Þá tekur við vinna innan veggja en stefnt er að því að hefja starf í skólanum á vormánuðum. Bráðabirgðahúsnæði hefur verið komið upp við Hálsveg og biðjum við íbúa að sýna tillitsemi í akstri um götuna.