Fara í efni

Yfirlit frétta

05.12.2018

Skilaboð frá Slökkviliði LAnganesbyggðar

Eftirfarandi eru skilaboð til allra frá Slökkviliði Langanesbyggðar:
30.11.2018

100 ára fullveldisafmæli fagnað í skólanum

Af tilefni 100 ára lýðveldisafmælis Íslands verður opið hús í Grunnskólanum milli kl. 11:00-13:00 á morgun, 1. desember
28.11.2018

Hátíðleg aðventustund

Í gær var hátíðleg aðventustund í Þórshafnarkirkju þar sem ýmsir hæfileikar fengu að njóta sín. Börnin í tónlistarskólanum léku á hljóðfæri undir stjórn Lousie Price tónlistarkennara. Barnakór grunnskólans söng einnig fyrir gesti sem og kirkjukór Langanesprestakalls, en kórinn hefur notið góðs af kórstjórn Louise sem glöggt mátti heyra í rödduðum jólasöng. Notalega stund í skammdeginu og mega þeir sem að stóðu eiga þakkir fyrir.
26.11.2018

Nemendur í 4. og 7. bekk yfir landsmeðaltali á samræmdum prófum

Nemendur í 4. og 7. bekk Grunnskólans á Þórshöfn hafa bætt árangur sinn á samræmdum prófum og nú í fyrsta sinn
23.11.2018

Tillögur til stuðnings Bakkafirði samþykktar í ríkisstjórn

Ríkisstjórn samþykkti í dag tillögur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um eflingu byggðar við Bakkaflóa.
22.11.2018

Flösku- og dósamóttaka

Í dag frá kl.13-16
20.11.2018

Finnafjarðarverkefni: Styrkur til að stofna félög um rekstur

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur undirritað samninga við sex landshlutasamtök sveitarfélaga um níu verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024, og fékk Eyþing þar 18 milljónir vegna Finnafjarðarverkefnis. Í úthlutun segir: Stórskipahöfn í Finnafirði. Eyþing fær styrk til að stofna félög um reksturinn í eigu sveitarfélaga og þróunarfélag sem sér um kynningu og markaðssetningu í samstarfi við Bremenport í Þýskalandi. Styrkurinn nýtist til að halda áfram nauðsynlegri undirbúningsvinnu vegna þessa. Verkefnið er styrkt um 18.000.000 kr. Að þessu sinni var 120 milljónum króna úthlutað fyrir árið 2018 til sértækra verkefna á sóknaráætlunarsvæðum. Markmiðið með framlögum til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða er að tengja sóknaráætlanir landshluta við byggðaáætlun og færa heimafólki aukna ábyrgð á ráðstöfun fjármuna. Áhersla er lögð á að styrkja svæði þar sem er langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf. Verkefni sem hljóta styrk skulu nýtast einstökum svæðum eða byggðarlögum innan landshlutans, eða landshlutanum í heild. Íbúaþróun, samsetning atvinnulífs og atvinnustig og meðaltekjur var meðal þess sem lagt til grundvallar við mat á umsóknum.
20.11.2018

Aðventustund í Þórshafnarkirkju

Aðventustund verður í Þórshafnarkirkju,
16.11.2018

Fundargerð 92.fundar sveitarstjórnar

Fundargerð 92.fundar sveitarstjórnar
15.11.2018

92. fundur í beinni

Hægt er sjá beina útsendingu frá 92. fundi sveitarstjórnar sem verður haldinn í dag