Fara í efni

Auglýst niðurstaða sveitarstjórnar Langanesbyggðar

Fréttir

Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti 15. apríl 2025 deiliskipulag fyrir suðurbæ Þórshafnar. Í skipulaginu eru m.a. settir fram skilmálar um framtíðaruppbyggingu á svæðinu. Þá eru byggingarreitir skilgreindir sem og gatnakerfi, stígar og dvalarsvæði. Innan skipulagssvæðisins er einnig gerð grein fyrir breyttri veglínu Norðausturvegar með sameiginlegum undirgöngum fyrir útivistar- og reiðstíg.

Skipulagið var auglýst skv. 1.mgr. 41. skipulagslaga nr. 123/2010. Það hefur verið sent Skipulagsstofnun og munu taka gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um málin og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til skrifstofu sveitarfélagsins Langanesvegi 2, 680 Þórshöfn eða til sveitarstjóra á netfangið bjorn.sigurdur.larusson@langanesbyggd.is  Einnig má skoða alla málsmeðferð málsins í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Björn S. Lárusson
Sveitarstjóri