Íbúar Langanesbyggðar fengu inn um lúguna hjá sér fyrir helgi blaðið "Hvað viltu sjá í þínu nærumhverfi?"
En þar gefst íbúum tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri er varða umhverfið okkar.
Félagafundur björgunarsveitarinnar Hafliða verður þriðjudaginn 25. nóvember kl.20:00 í Hafliðabúð. Mikilvægt að félagamenn sýni áhuga, mæti og ræði málin yfir kaffibolla.
Í Grunnskólanum á Bakkafirði hafa kennarar þróað skapandi kennsluaðferð sem felst í að nemendur taka aukna ábyrgð á eigin námi, ásamt því að sköpunargáfa og hugmyndarflug fái að njóta sín, lýðræði er aukið sem og fólk í samfélaginu fær aukna innsýn í skólastafið.
Á undanförnum árum hefur verið hátíð í Grunnskólanum á Þórshöfn vegna Dags íslenskrar tungu sem er 16. nóvember ár hvert, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar.
Hátíðin fer fram fimmtudaginn 13. nóvember og hefst klukkan 17:00 í Þórsveri.