08.05.2015
Aðalfundur Menningarmiðstöðvar Þingeyinga í Sauðaneshúsinu
Í dag var undirritaður formlegur samstarfssamningur á milli Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og Sauðanesnefndar, þar sem sýningin í Sauðaneshúsi og rekstur safnsins heyra nú undir starfssemi Menningarmiðstöðvarinnar. Mikil ánægja er með samstarfið bæði hjá heimamönnum og forsvarsmönnum menningarmiðstöðvarinnar. Eftir sem áður á Þjóðminjasafn Íslands húsið sjálft en munirnir sem eru á safninu tilheyra því og verða ekki færðir annað. Elías sveitarstjóri undirritaði samninginn fyrir hönd Sauðanesnefndar og var nefndinni þakkuð fyrir vel unnin störf undanfarin ár. Það er þó stefnt að því að heimamenn komi að safninu og stefnumótun í gegn um Menningarmiðstöðina og hollvinasamtök hússins.