07.11.2014
Norræna bókasafnavikan
Norræna bókasafnavikan hefst mánudaginn 10. nóvember. Þá safnast börn og fullorðnir saman í 18. skipti í skólum og á bókasöfnum á öllum Norðurlöndum til að hlusta á upplestur á norrænum bókmenntum en lesturinn hefst í útvarpinu kl. 9 um morguninn fyrir börn og unglinga. Textinn fyrir fullorðna er svo lesinn í útvarpinu kl. 19 sama dag og þá verður kveikt á útvarpinu í bókasafninu. Þema ársins er Tröll á Norðurlöndum en lesið er úr tveimur barnabókum um morguninn; Skrímslaerjur og Eyjan hans Múmínpabba.