Grunnskólanum á Þórshöfn er frestað til kl.10.00 og athuga á með skólahald kl.10.00 á Bakkafirði fyrir nemendur úr þorpinu en nemendur dreifbýlisins þar verða í fríi
Það var hugljúf stund í Þórshafnarkirkju í dag þar sem börnin spiluðu stórt hlutverk. Helgileikur var fluttur af 10-12 ára börunum, fermingarbörnin lásu ritningarvers og kórinn söng nokkur lög ásamt börnunum. Nokkrar myndir af þessari fallegu stund. /GBJ
Það var fallegt vetrarveður á Þórshöfn í dag og eflaust mörg börn sem hafa verið kát í morgun að sjá hvíta jörð. Haustið hefur verið mjög gott á eftir sérstaklega góðu sumri. Nú eru bara spurningin sem margir velta fyrir sér þegar nær dregur að jólum, verða þau rauð eða hvít. Nokkrar myndir sem teknar voru í dag. /GBJ
Ingveldur Eiríkisdóttir tók við viðurkenningu í gær frá Bjarna Bjarnasyni ART þjálfara og verkefnisstjóra og er Grunnskólinn á Þórshöfn þar með orðinn ART vottaður skóli
Íbúar Langanesbyggðar fengu inn um lúguna hjá sér fyrir helgi blaðið "Hvað viltu sjá í þínu nærumhverfi?"
En þar gefst íbúum tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri er varða umhverfið okkar.