Fara í efni

Yfirlit frétta

15.10.2014

Endurbætur hafnar á elsta húsi Þórshafnar

Sú ánægjulega sjón blasir nú við bæjarbúum að framkvæmdir eru hafnar við elsta hús þorpsins. Það er húsið Sandvík sem Guðjón Gamalíelsson á og var hann þar við annan mann í morgun að rífa nærri 100 ára gamalt þakjárn af húsinu. Húsið hefur staðið óhreyft nokkuð lengi en Þórshamar, húsið við hliðina hefur verið endurnýjað með miklum myndarbrag. Við hvetjum Guðjón til dáða, það verður sómi af því að endurnýja húsið þar sem flest gömlu húsin okkar eru farin. /GBJ
14.10.2014

Vatnslaust í dag

Vatnslaust verður á Þórshöfn fyrir ofan Vesturveg og Austurveg þ.e.a.s. í Langanesvegi, Pálmholti og Langholti frá kl 16-18 í dag, þriðjudaginn 14. október. Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þessu fylgja.
13.10.2014

Fundur í sveitarstjórn

10. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í félagsheimilinu á Þórshöfn miðvikudaginn 15. október 2014 og hefst kl 17:00
11.10.2014

Leikfélagið boðar til fundar

Nú er komið að því – Leikfélag Þórshafnar boðar til fundar mánudaginn 13. október kl 20.30 í Menntasetrinu. Ýmis mál til umræðu s.s. leiklistarnámskeið, 1. des skemmtun og svo vantar áhugasama í stjórn. Óskum sérstaklega eftir nýjum og gömlum félögum, allir geta tekið þátt hvort sem er á sviði eða við önnur störf sem fylgja. Hlökkum til að sjá ykkur Leikfélagið
09.10.2014

Jólamarkaður 2014

Hinn árlegi Jólamarkaður á Þórshöfn verður haldinn í íþróttahúsinu 8. nóvember 2014. Eins og vanalega verður fjöldi verslana á staðnum og eitthvað fleira til gamans gert. Þeir sem vilja koma með sölubás er bent á að hafa samband við Grétu Bergrúnu í síma 847-4056 eða gretabergrun@simnet.is. Á facebook síðu markaðarins má fylgjast með framvindu mála í aðdraganda þessa skemmtilega dags. Takið daginn frá. /GBJ
06.10.2014

Skiptir kyn máli?

Jafnréttisstofa verður með opinn súpufund sem ber yfirskriftina "Skiptir kyn máli" á Bárunni fimmtudaginn 9. október n.k og hefst hann kl 12:00
03.10.2014

Rafmagnslaust vegna vinnu við Kópaskerslínu

Rafmagnslaust verður í Öxarfirði, Kelduhverfi, Melrakkasléttu, Þistilfirði, Langanesi og Bakkafirði aðfaranótt mánudagsins 6. október n.k., frá miðnætti til kl. 4 vegna vinnu á Kópaskerslínu.
02.10.2014

Árekstur við bryggjuna

Skemmdir urðu á bryggjunni á Þórshöfn við árekstur flutningaskips þar í morgun
01.10.2014

Fundargerð sveitarstjórnar

Fundargerð sveitarstjórnar Langanesbyggðar 30. september 2014
29.09.2014

Tillaga að deiliskipulagi athafnasvæðis við Langholt, Þórshöfn, Langanesbyggð

Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 28. ágúst 2014 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi athafnasvæðis við Langholt, Þórshöfn, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.