Fara í efni

Yfirlit frétta

13.01.2015

Fundur í sveitarstjórn

15. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Menntasetrinu á Þórshöfn fimmtudaginn 15. janúar 2015 og hefst kl 17:00
13.01.2015

Sigurður VE 15 með sinn fyrsta loðnufarm

Nýja Ísfélagsskipið Sigurður VE 15 kom til Þórshafnar í morgun með sinn fyrsta loðnufarm í frystingu og bræðslu.
08.01.2015

Fyrsta loðnan á vertíðinni á leið til Þórshafnar

Heimaey VE 1 kemur til Þórshafnar í dag með fyrstu loðnuna á þessari vertíð. Aflinn er um 1280 tonn og fara 330 tonn í frystingu
08.01.2015

íþróttamiðstöðin heitavatnslaus frá 13-15:30 á morgun

Vegna viðhalds verður íþróttamiðstöðin á Þórshöfn heitavatnslaus á morgun, föstudaginn 9. janúar frá 13-15:30. Ákveðið hefur verið að leyfa kaldavatnskarinu að standa á laugarbakkanum fram yfir helgina
08.01.2015

Tannlæknir á Þórshöfn

Birgir Björnsson, tannlæknir verður með móttöku á heilsugæslunni á Þórshöfn frá 26.- 29. janúar n.k. Tímapantanir í síma 462-7108 og á heilsugæslunni í síma 464-0608 frá 26. janúar.
05.01.2015

Grunnskólinn á Þóshöfn óskar eftir starsfólki til starfa við afleysingar

Lykilorð okkar í Grunnskólanum á Þórshöfn eru vinsemd, virðing, vellíðan og virkni en þessi gildi leggjum við rækt við og leitumst við að uppfylla. Starfsfólk skólans hefur sinnt fjölbreyttu þróunarstarfi á liðnum árum og leggur áherslu á virkni og hlutdeild allra í skólabragnum. Áherslan í skólastarfinu er á fjölbreytta kennsluhætti, eflingu læsis, félagsfærni (ART) og samvinnu allra í skólanum, jafnt nemenda sem fullorðinna.
05.01.2015

Vel heppnað jólaball foreldrafélags Grunnskólans

Á annann í jólum var haldið skemmtilegt jólaball í Þórsveri þar sem börn og fullorðnir stigu dans í kringum jólatréð. Hljómsveit spilaði undir dansi og setti það hátíðlegan brag á samkomuna. Leikskólabörnin stigu á svið og einnig sungu Dagný Rós og Katrín tvö lög með hljómsveitinni. Jólasveinarnir mættu að sjálfsögðu á svæðið til að gleðja börnin með góðgæti en einnig var boðið uppá heitt súkkulaði og smákökur. Þetta er árviss viðburður og er það foreldrafélag Grunnskólans sem sér um skipulag. Í ár voru það Dawid smiður ehf og útgerðin Hólmi sem styrktu samkomuna og foreldrafélagið færir þeim þakkir fyrir, sem og hljómsveitinni fyrir þeirra frábæra framlag. /GBJ
02.01.2015

Fésbókarsíða Langanesbyggðar

Gleðilegt nýtt ár. Við minnum fólk á fésbókarsíðu Langanesbyggðar https://www.facebook.com/langanesbyggd Þar birtast stundum tilfallandi fréttir og myndir af líðandi stundu þó flestar fréttir komi einnig hér inn. Um að gera að senda fréttir eða myndir til birtingar, það má senda á greta@hac.is eða sirry@langanesbyggd.is
24.12.2014

Gleðilega jólahátíð

Langanesbyggð óskar íbúum og landsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári. Með jólakveðjunni fylgja nokkrar myndir frá árlegri jólatrésskemtun á Þorláksmessukvöld þar sem sungið og dansað er í kring um jólatréið, og svo kíkja jólasveinarnir auðvitað í heimsókn með tilþrifum. /GBJ
22.12.2014

Sundlaug Langanesbyggðar - Opnunartími yfir hátíðarnar

23. desember - Þorláksmessa 11:00-14:00 24. desember - Aðfangadagur Lokað 25. desember – Jóladagur – Lokað 26. desember - Annar í jólum 11:00-19:00 27. desember - laugardagur 11:00-14:00 28. desember - sunnudagur Lokað 29. desember - mánudagur 13:00-20:00 30. desember – þriðjudagur 13:00-20:00 31. desember - Gamlársdagur 11:00-14:00 1. janúar – Nýársdagur Lokað