Íbúar í Langanesbyggð eru hvattir til að tryggja greiðan aðgang að sorptunnum en víða eru tunnur ekki aðgengilegar vegna þess að þær eru á kafi í snjó.
Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 652/2014 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2014/2015.
Umsóknarfrestur er til og með 29. desember 2014.
Vegna slæmrar veðurspár hefur jólatréssölunni í Ásbyrgi verið flýtt til laugardagsins 13. desember. Allt annað verður óbreytt; tímasetning, söluaðilar o.s.frv.
Gerum góða ferð í Ásbyrgi á morgun!
Bátadagur í sundlauginni í dag 12. desember frá klukkan 15:00-19:00.
Krakkar og ungir í anda mega koma með uppblásin leik og flottæki af öllum stærðum í laugina.
Sparisjóður Norðurlands og Verkalýðsfélag Þórshafnar eiga heiður skilinn fyrir stuðning við lestrarhesta í byggðinni. Bókasafnið leitaði liðsinnis þeirra fyrir skömmu til að geta aukið við bókakost því nýjar bækur örva alltaf lestraráhugann. Þessar frábæru stofnanir gáfu samtals 100.000 krónur til bókakaupa og senda ungir sem gamlir bókaormar þeim alúðarþakkir fyrir stuðninginn.
Grunnskólanum á Þórshöfn er frestað til kl.10.00 og athuga á með skólahald kl.10.00 á Bakkafirði fyrir nemendur úr þorpinu en nemendur dreifbýlisins þar verða í fríi