Fara í efni

Yfirlit frétta

11.11.2014

Fundur í sveitarstjórn

12. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Menntasetrinu á Þórshöfn fimmtudaginn 13. nóvember 2014 og hefst kl 15:00
11.11.2014

Föndur á Nausti á Þórshöfn

Föndurstund verður á Dvalarheimilinu Nausti miðvikudaginn 12. nóvember kl. 14:00. Þæfðar verða ullarkúlur á seríur. Allir velkomnir.
10.11.2014

Sigríður Klara er smákökumeistari 2014

Á laugardaginn var Jólamarkaðurinn á Þórshöfn haldinn í fimmta skiptið. Að venju var fjöldi verslana sem komu að og eru þar Húsvíkingarnir fastagestir. Það er ánægjulegt að sjá hversu margir gestir koma úr nærliggjandi byggðarlögum enda er þessi markaður búinn að skapa sér sérstöðu og festa sig í sessi sem árlegur viðburður. Kaffihús foreldrafélagsins var vel sótt að venju og er þetta þeirra aðalsöfnun á árinu. Þá var einnig fjöldi vinninga dreginn út í happdrætti 8. bekkjar sem er fastur liður á markaðinum. Í ár var sú nýjung að efna til smákökusamkeppni og fór þátttakan fram úr björtustu vonum með nærri 20 tegundir af smákökum. Dómnefndin sat að hlaðborði veitinga en veitt voru verðlaun fyrir efstu þrjú sætin. Sigríður Klara Sigfúsdóttir hreppti aðalverðlaunin
10.11.2014

Óveruleg breyting á deiliskipulagi

Í gildi er deiliskipulag fyrir Stórholt og Háholt. Þessi óverulega deiliskipulagsbreyting felur í sér að lóð nr 2 við Háholt minnkar úr 2132 m2 í 1464,5 m2. Jafnframt breytist afmörkun svæðisins þannig að skipulagssvæði minnkar sem nemur minnkun lóðarinnar. Breytingin er gerð með skriflegu samþykki lóðareiganda. Eldra skipulag er að öðru leyti enn í gildi.
07.11.2014

Norræna bókasafnavikan

Norræna bókasafnavikan hefst mánudaginn 10. nóvember. Þá safnast börn og fullorðnir saman í 18. skipti í skólum og á bókasöfnum á öllum Norðurlöndum til að hlusta á upplestur á norrænum bókmenntum en lesturinn hefst í útvarpinu kl. 9 um morguninn fyrir börn og unglinga. Textinn fyrir fullorðna er svo lesinn í útvarpinu kl. 19 sama dag og þá verður kveikt á útvarpinu í bókasafninu. Þema ársins er „Tröll á Norðurlöndum“ en lesið er úr tveimur barnabókum um morguninn; „Skrímslaerjur“ og „Eyjan hans Múmínpabba.“
07.11.2014

Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar

Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 5. nóvember 2014
06.11.2014

Vinavika á leikskólanum

Þau voru heldur flott litlu krílin á Seli þegar þau töltu um bæinn áðan og útdeildu vinahjörtum. Ekki létu þau rigningu og rok mikið á sig fá enda líklega mun meira úti í alls kyns veðrum heldur en margir aðrir. Sella og Dúa tóku vel á móti þeim í sjoppunni, aðeins einn slapp í nammibarinn og svo héldu þau áfram sína leið, allir halda í bandið og passa sig á bílunum. Fallegur boðskapur sem yljar í haustkuldanum. /GBJ
04.11.2014

Jólamarkaðurinn á Þórshöfn

Hinn árlegi jólamarkaður verður á Þórshöfn 8. nóvember 2014 í íþróttahúsinu Veri, frá 13-19.
04.11.2014

Spilakvöld á Nausti

Spilakvöld verður haldið á Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn, miðvikudaginn 5. nóvember kl. 20:00. Spiluð verður félagsvist með gleðina að leiðarljósi og eru allir velkomnir, ungir og gamlir.
28.10.2014

Smákökusamkeppni

Á Jólamarkaðinum á Þórshöfn sem verður í íþróttahúsinu laugardaginn 8. nóvember n.k. verður efnt til smákökusamkeppni. Lumar þú á bestu smákökunum?