Fara í efni

Stórfundur um mótun nýrrar sóknaráætlunar fyrir Norðurland eystra

Fréttir

Eyþing í samvinnu við Sóknaráætlun Norðurlands eystra boða til kynningarfundar um mótun nýrrar sóknaráætlunar fyrir landshlutann tímabilið 2020-2024.

Markmið fundarins er að draga saman áherslur í atvinnumálum, nýsköpun, menningarmálum og umhverfismálum á Norðurlandi eystra, ásamt því að koma fram tillögur að sértækum markmiðum og aðgerðum.

Léttar veitingar verða í boði og er fundurinn opinn öllum.

Afar mikilvægt er að heyra raddir sem flestra og því allir hópar hvattir til að mæta.

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 19. september nk. kl. 16-19 í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.

Nánari upplýsingar á eything.is