Áætlað var að tengja Þórshöfn og Bakkafjörð við Ljósnetið á þriðja ársfjórðungi (júlí-september) en af óviðráðanlegum orsökum næst ekki að ljúka þeirri vinnu á tilsettum tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Mílu er gert ráð fyrir að tengingar á bæði Þórshöfn og Bakkafjörði verði lokið í síðast lagi fyrir lok nóvember nk.
Þýska fyrirtækið Bremenports vill á næstu mánuðum stofna félag hér á landi og leggja 45 milljónir króna í rannsóknir á því hvort skynsamlegt sé að reisa alþjóðalega stórskipahöfn í Finnafirði við Langanes.
Hús vikunnar er Skógar - gamla hótelið. Það stóð á horni Fjarðarvegar og Langanesvegar og dregur Hótelbeygjan nafn sitt af því. Menntasetrið óskar eftir myndum og sögum af hótelinu. Það má hafa samband við Grétu Bergrúnu, greta@hac.is eða 464-5142
Í Þingeyjarsýslum er að finna mikinn fjölda af áhugaverðum söfnum og sýningum. Föstudagskvöldið 23. ágúst verður í fyrsta sinn haldið Safnakvöld í Þingeyjarsýslum.