Fara í efni

Yfirlit frétta

22.08.2013

Vaxna - styrkumsóknir!

Átt þú ekki erindi við Vaxtarsamning Norðausturlands? Næsti umsóknarfrestur um stuðning úr Vaxtarsamningi Norðurlands (VAXNA) er föstudaginn 30. ágúst nk.
22.08.2013

86. fundargerð sveitarstjórnar

Fundargerð 86. fundar sveitarstjórnar Langanesbyggðar 21. ágúst 2013
19.08.2013

Fundur í sveitarstjórn

86. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar, verður haldinn miðvikudaginn 21. ágúst 2013. kl. 17:00 á skrifstofu slökkviliðs Langanesbyggðar Bakkavegi 11.
19.08.2013

Ljósmyndir úr sjávarútvegi á Þórshöfn

Í sumar hefur verið unnið að því að taka saman sjávarútvegssögu Þórshafnar og vantar fleiri ljósmyndir sem tengjast sjávarútvegi, af bátum, löndunum, höfninni eða mannlífinu sem tengist. Endilega hafið samband við Grétu Bergrúnu í Menntasetrinu, 464-5142, greta@hac.is. Það er ekkert mál að koma í heimahús og skanna myndirnar.
16.08.2013

Austfjarðartröllið 2013 á Bakkafirði í dag

Aflraunakeppnin Austfjarðartröllið 2013 verður haldið á Austurlandi dagana 15.-17. ágúst. Í dag verður keppt á Vopnafirði og á Bakkafirði.
16.08.2013

Holræsabíllinn í næstu viku

Holræsabíllinn verður á ferðinni í næstu viku, miðvikudaginn 21. ágúst n.k. Þeir einstaklingar sem þurfa að láta hreinsa lagnir heim að íbúðarhúsum eru hvattir til að hafa samband við Jarek í síma 863-5198 sem fyrst. Athugið að einstaklingar greiða sjálfir kostnað vegna hreinsun á lögnum heim að húsum.
15.08.2013

Flotfingur á flotbryggjuna á Þórshöfn

Í sumar voru settir flotfingur við flotbryggjuna á Þórshöfn.
14.08.2013

Holræsahreinsun í Langanesbyggð

Hreinsum holræsa í Langanesbyggð mun fara fram í dag 14. ágúst og á morgun 15. ágúst. Þeir einstaklingar sem þurfa að láta hreinsa lagnir heim að íbúðarhúsum eru hvattir til að hafa samband við Jarek í síma 863-5198 sem fyrst. Athugið að einstaklingar greiða sjálfir kostnað vegna hreinsun á lögnum heim að húsum.
13.08.2013

Hús vikunnar - Steinþórshús?

Nú hefur Menntasetrið safnað saman þónokkru myndasafni af gömlum húsum í þorpinu en betur má ef duga skal. Því óskum við eftir upplýsingum um stök hús, hvort sem er ljósmyndir af húsinu, sögur eða heimildir. Oft eru þetta myndir af einhverju öðru þar sem húsin sjást í bakgrunni. Í Menntasetrinu er hægt að skanna inn myndir og það er vel passað uppá að skila þeim til eiganda. Þessa vikuna óskum við eftir upplýsingum um þetta hús sem er merkt í okkar myndasafni sem Steinþórsshús en enga betri mynd höfum við fengið af því. Senda má upplýsingar á greta@hac.is, hringja í 464-5142 eða einfaldlega kíkja við.
12.08.2013

Endurbætur á Grunnskólanum á Bakkafirði

Í sumar hafa verið gerðar heilmiklar endurbætur á Grunnskólanum á Bakkafirði.