21.06.2013
Yfirlit frétta
21.06.2013
Skoðanakönnun vegna framtíðar áætlunarflugs til Þórshafnar.
Þann 5. Júní sl. var haldinn íbúafundur á Þórshöfn um framtíð áætlunarflugs til Þórshafnar. Voru það Innanríkisráðuneytið og Isavia sem stóðu að þessum fundi.
18.06.2013
Miðnæturganga Ferðafélagsins Norðurslóðar
Miðnæturgangan hefst laugardagskvöldið 29. júní. Lagt verður af stað úr Sveinungsvík sunnan Raufarhafnar og gengið móti rísandi sól út á Rakkanes og suður um Bjargalönd allar götur suður í Krossavík.
17.06.2013
Myndarlegur hópur fermingarbarna
Í gær voru 8 börn fermd í Þórshafnarkirkju en það er árgangurinn 1999 og ekki oft sem allur árgangurinn er fermdur saman. Það sem líka er sérstakt að helmingurinn af fermingarbörnunum eru tvíburar. Það var Brynhildur Óladóttir sóknarprestur sem fermdi en hún hefur verið með hópinn í fermingarfræðslu í vetur. Veðurguðirnir sýndu sínar bestu hliðar og óhætt að segja að dagurinn hafi verið ánægjulegur fyrir þennan glæsilega hóp.
15.06.2013
Leikskólakennarar óskast til starfa
Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum leikskólakennurum til að starfa við leikskólann Barnaból á Þórshöfn á næsta skólaári.
15.06.2013
Starf sveitastjóra laust til umsóknar
Langanesbyggð óskar eftir að ráða metnaðarfullan, hugmyndaríkan og kraftmikinn einstakling í starf sveitarstjóra
12.06.2013
Komdu með á landsmót!
Þingeyskir blakarar og briddsfólk, glímumenn og götuhlauparar, skák- og skotmenn, frjálsíþróttafólk, motocrossarar, starfsíþróttafólk og fleiri eru þessa dagana í óða önn að undirbúa sig fyrir landsmót UMFÍ sem verður haldið á Selfossi 4. 7. júlí.
11.06.2013
Þátttaka þín skiptir máli
Nú stendur yfir rannsókn á áhrifum af nokkrum sameiningum sveitarfélaga. Hluti af því er að gera könnun meðal íbúa í nokkrum sveitarfélögum sem hafa sameinast á síðustu árum.