Smalabitinn 2013 verður haldinn í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn laugardaginn 26. október
Húsið opnar kl.19:30. Borðhald hefst með kvöldverði kl.20:00
Söngur grín og gleði.
Hljómsveitin Legó leikur fyrir dansi fram á nótt!
Íslenska Gámafélagið verður með tiburkurlara á Þórshöfn í næstu viku og er þeim tilmælum beint til þeirra sem eru með timbur sem þarf að henda að koma því sem fyrst á endurvinnslustöð sem fyrst.
Þýska fyrirtækið Bremenports hefur að lokinni frumathugun ákveðið að setja aukið fé í rannsóknir á fýsileika þess að gera umskipunarhöfn í Finnafirði. Eru uppi hugmyndir um að viðlegukanturinn yrði 1.500 metrar í 1. áfanga og 5.000 metrar þegar höfnin yrði fullbyggð.
Undanfarna daga hefur Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við kennaradeild Háskóla Íslands, fundað með nemendum skólanna hér í byggðinni í tengslum við undirbúning að mótun skólastefnu. Fundað var með nánast öllum nemendum grunnskólanna og þeir spurðir um hvað þeim líkaði vel við skólana sína og hvað mætti helst betur fara.
Vinna við mótun skólastefnu í byggðinni heldur áfram. Í gær (14. október) glímdu starfsmenn skólanna við að svara spurningum um skólastarfið á fundi með Ingvari Sigurgeirssyni, ráðgjafa verkefnisins.
Á laugardaginn hittust tuttugu íbúar á fundi í félagsheimilinu Þórsveri til að undirbúa mótun skólastefnu fyrir byggðina en fundurinn var öllum opinn. Ingvar Sigurgeirsson prófessor við kennaradeild Háskóla Íslands stýrði fundinum en hann hefur verið ráðinn ráðgjafi um mótun skólastefnunnar.