Fara í efni

Yfirlit frétta

07.11.2013

Sértækur byggðarkvóti á Bakkafjörð

Stjórn Byggðastofnunar hefur nú ákveðið að auglýsa eftir samstarfsaðilum á Bakkafirði um nýtingu allt að 150 þorskígildistonna til að stuðla að aukinni byggðafestu í sjávarbyggðum sem standa frammi fyrir bráðum vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Þetta eru mjög ánægjulegar fréttir fyrir atvinnulífið á Bakkafirði. Sveitarfélagið skorar á fyrirtæki á staðnum að skoða þennan möguleika vandlega.
05.11.2013

Fundur í hafnarnefnd

Fundargerð hafnarnefndar 30. október 2013
05.11.2013

Laus staða stuðningsfulltrúa við Grunnskólann á Þórshöfn

Grunnskólinn á Þórshöfn óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í starf með kennarateymi og börnum í 1. – 4. árgangi auk þess að sinna Frístund eftir skóla.
05.11.2013

Ljósnet í Langanesbyggð

Síminn biðst afsökunar á truflunum
04.11.2013

Aðalfundur Starfsmannafélags Langanesbyggðar

Aðalfundur Starfsmannafél.11.11 2013
04.11.2013

Fundur í sveitarstjórn

91. sveitarstjórnarfundur Langanesbyggðar, verður haldinn miðvikudaginn 6. nóvember 2013, kl. 17:00 í félagsheimilinu Þórsveri Þórshöfn.
02.11.2013

Styrkur frá Faglausnum

Faglausn stendur á þeim tímamótum að fagna 4 ára starfsafmæli nú í haust og vill af því tilefni afhenda Langanesbyggð 250 þúsund króna styrk vegna byggingu útsýnispalls við Stóra karl.
01.11.2013

Viðtalstími sveitarstjórnar á Bakkafirði

Næsti viðtalstími sveitarstjórnar verður mánudaginn 4. nóvember 2013 í Grunnskólanum á Bakkafirði og hefst kl 17. Þar munu Reimar Sigurjónsson og Steinunn Leósdóttir sitja fyrir svörum.
29.10.2013

Fyrirlestrar af íbúafundi

Nýlega var haldinn íbúafundur vegna mögulegrar uppbyggingar á umskipunarhöfn í Finnafirði. Þar kynntu fulltrúar Bremenports í Þýskalandi og Hafsteinn Helgason verkfræðingur hjá Eflu hugmyndir sínar varðandi verkefnið.
29.10.2013

Sumar í lífir rjúpunnar - hádegis fyrirlestur á Bárunni

Miðvikudaginn 30. október kl. 12.10 - 13.00 mun Aðalsteinn Örn Snæþórsson líffræðingur fjalla um lífsbaráttu rjúpunnar að sumarlagi. Aðalsteinn fylgdist með sendimerktum kvenfuglum á Norðausturlandi og kannaði varpárangur og lífslíkur þeirra. Niðurstöðurnar eru bornar saman við sambærilega athugun á Suðvesturlandi. Súpa og brauð í boði Þekkingarnets Þingeyinga. Allir velkomnir