07.11.2013
Sértækur byggðarkvóti á Bakkafjörð
Stjórn Byggðastofnunar hefur nú ákveðið að auglýsa eftir samstarfsaðilum á Bakkafirði um nýtingu allt að 150 þorskígildistonna til að stuðla að aukinni byggðafestu í sjávarbyggðum sem standa frammi fyrir bráðum vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Þetta eru mjög ánægjulegar fréttir fyrir atvinnulífið á Bakkafirði. Sveitarfélagið skorar á fyrirtæki á staðnum að skoða þennan möguleika vandlega.