Líkt og undanfarin ár auglýsir Þekkingarnet Þingeyinga eftir samstarfi við áhugasama háskólanema en þónokkur verkefni hafa verið unnin hér í Menntasetrinu síðastliðin ár.
Þann 27. janúar skilaði Ingvar Sigurgeirsson af sér tillögu að skólastefnu fyrir Langanesbyggð og Svalbarðshrepp. Endanleg skólastefna mun síðan liggja fyrir eftir þann athugasemdafrest sem gefinn er eða í lok febrúar.
Þeir sem hafa verið að nota Þórsver árið 2013 eru vinsamlegst beðnir um að athuga hvort leynist nokkuð plastskálar og/eða önnur áhöld sem tilheyra félagsheimilinu Þórsveri. Vinsamlegast komið því til skila sem fyrst í Þórsver eða á skrifstofu Langanesbyggðar.
Næsti viðtalstími sveitarstjórnarmanna verður á skrifstofu Langanesbyggðar í dag, mánudaginn 27. janúar og hefst kl 17. Þar munu Gunnólfur Lárusson og Ævar Rafn Marinósson sitja fyrir svörum. Íbúar Langanesbyggðar eru hvattir til að nýta sér að ræða við sína sveitarstjórnarmenn.