Fara í efni

Breytingar á Bárunni

Fréttir
Þeir sem vilja taka þátt í spennandi verkefni eða leggja til efnivið: Bárunni breytt! Framundan er spennandi verkefni sem að við vonumst til að sem flestir hafi áhuga á að taka þátt í! Hugmyndin er að taka Báruna í gegn: aðeins að fríska upp á hana að innan, gera hana notalegri með sófasettum, lampalýsingu, fallegum litum á veggjum ofl. Við vonumst til að sem flestir hafi áhuga á að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni með okkur og biðjum við því um ykkar aðstoð: Það vantar aðstoðarmenn sem eru til í að koma að mála, smíða, veggfóðra ofl. Eða ef að þið eigið sófasett, sófa, stóla, kolla, hliðarborð, borðspil, bækur (helst svolítið gamlar), myndaramma, spegla, kertastjaka, lampa og lampaskerma, messingstjaka og bara allt sem ykkur dettur í hug til að gefa þá værum við svakalega þakklát fyrir að fá mynd af viðkomandi hlut sendan á okkur. Við veljum svo úr það sem að hentar útlitinu og stemmningunni sem að við erum að reyna að ná. Nú þegar eru frábær viðbrögð, 1 sófasett komið, kertastjakar, garn ofl. En betur má ef duga skal svo endilega verið í bandi. Meðfylgjandi má sjá mynd af stemmningunni sem við erum að vinna útfrá, hún ætti að geta gefið smá hugmynd um endanlegt útlit Bárunnar. Myndir og upplýsingar má endilega senda á katla@volcanodesign.is Kveðja velgjörðarmenn Bárunnar

Þeir sem vilja taka þátt í spennandi verkefni eða leggja til efnivið:
Bárunni breytt!
Framundan er spennandi verkefni sem að við vonumst til að sem flestir hafi áhuga á að taka þátt í!
Hugmyndin er að taka Báruna í gegn: aðeins að fríska upp á hana að innan, gera hana notalegri með sófasettum, lampalýsingu, fallegum litum á veggjum ofl.
Við vonumst til að sem flestir hafi áhuga á að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni með okkur og biðjum við því um ykkar aðstoð:
Það vantar aðstoðarmenn sem eru til í að koma að mála, smíða, veggfóðra ofl.
Eða ef að þið eigið sófasett, sófa, stóla, kolla, hliðarborð, borðspil, bækur (helst svolítið gamlar), myndaramma, spegla, kertastjaka, lampa og lampaskerma, messingstjaka og bara allt sem ykkur dettur í hug til að gefa þá værum við svakalega þakklát fyrir að fá mynd af viðkomandi hlut sendan á okkur. Við veljum svo úr það sem að hentar útlitinu og stemmningunni sem að við erum að reyna að ná.
Nú þegar eru frábær viðbrögð, 1 sófasett komið, kertastjakar, garn ofl. En betur má ef duga skal svo endilega verið í bandi.
Meðfylgjandi má sjá mynd af stemmningunni sem við erum að vinna útfrá, hún ætti að geta gefið smá hugmynd um endanlegt útlit Bárunnar.
Myndir og upplýsingar má endilega senda á katla@volcanodesign.is
Kveðja velgjörðarmenn Bárunnar