15.04.2015
Ungmennadeildin búin að sjósetja kayak bátana
Það hefur verið alveg rjómablíða á Langanesinu í dag og nú seinnipartinn voru kayakarnir sjósettir en það er ungmennadeild Björgunarsveitarinnar Hafliða sem tekur vorinu fagnandi og byrjuðu buslið. Nokkrir löbbuðu heim blautir frá toppi til táar sem eflaust vekur mis mikla lukku þegar heim er komið. /GBJ