Fara í efni

Yfirlit frétta

15.04.2015

Ungmennadeildin búin að sjósetja kayak bátana

Það hefur verið alveg rjómablíða á Langanesinu í dag og nú seinnipartinn voru kayakarnir sjósettir en það er ungmennadeild Björgunarsveitarinnar Hafliða sem tekur vorinu fagnandi og byrjuðu buslið. Nokkrir löbbuðu heim blautir frá toppi til táar sem eflaust vekur mis mikla lukku þegar heim er komið. /GBJ
14.04.2015

Fundargerð Hafnarnefndar

Fundargerð Hafnarnefndar Langanesbyggðar haldinn 15. apríl 2015
14.04.2015

Fundargerð sveitarstjórnar

Fundargerð sveitarstjórnarfundar haldinn 9. apríl 2015
14.04.2015

Sumarstarf í Sauðaneshúsi

Auglýst er eftir starfsmönnum í Sauðaneshús frá 15. júní – 31. ágúst. Sauðaneshúsið er opið alla daga frá klukkan 11-17.
14.04.2015

Matarskemman á Laugum og Þekkingarnet Þingeyinga auglýsa:

Dagana 21. og 22. apríl verður Óli Þór Hilmarsson sérfræðingur hjá Matís með eftirfarandi námskeið og fundi í Matarskemmunni á Laugum
10.04.2015

Netkönnun fyrir íbúa

Við biðlum til íbúa í Langanesbyggð og Svalbarðshreppi að svara stuttri netkönnun um Káta daga, ferðaþjónustu og atvinnumál, en það mun gagnast bæði Atvinnu- og ferðamálanefnd og einnig þeim sem vinna að ferðaþjónustumálum á svæðinu. Könnunina má finna hér og ekki er hægt að rekja svör til einstaklinga.
07.04.2015

Rafmagnslaust aðfaranótt miðvikudagsins 8. apríl

Vegna aðgerða hjá Landsneti við Kópaskerslínu verður rafmagnslaust og/eða rafmagnstruflanir aðfaranótt miðvikudagsins 8. apríl 2015 frá klukkan 0:00 til 6:00 Í: Kelduhverfi, Öxarfirði, Kópaskeri, Melrakkasléttu, Raufarhöfn, Þistilfirði og Þórshöfn Rarik
07.04.2015

Fundur í sveitarstjórn

22. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Grunnskólanum á Bakkafirði fimmtudaginn 9. apríl 2015 og hefst kl 17:00
05.04.2015

Sundlaugin lokuð á annan í páskum

Vegna viðhalds verður sundlaugin lokuð á morgun mánudag, annann í páskum. Það er opið í þreksal og djúphitunarklefann frá kl. 11 - 14.
04.04.2015

Veggfóðrað með gömlum stjórnartíðindum

Báran var opnuð á miðnætti í gær eftir mikla andlitslyftingu. Þar er búið að mála allt líflega grænt, setja sófa og kósýheit í billjardstofuna og gera staðinn allan nútúmalegri. Nokkrir veggir eru veggfóðraðir með blaðsíðum úr gömlum stjórnartíðinum og einn veggur á barnum sjálfum er með blaðsíðum úr rauðu seríunum þannig að það er "ást á pöbbnum". Borðin voru einnin þakin blaðsíðum og lökkuð. Sjón er sögu ríkari, við hvetjum íbúa til að kíkja á herlegheitin. Nik bareigandi var "over the moon" , mjög ánægður með breytingarnar og hann hefur alls kyns hugmyndir og væntingar fyrir sumarið.