Fara í efni

Yfirlit frétta

11.03.2015

Rafmagnslaust vegna viðgerðar

Vegna viðgerðar Landsnets á Kópaskerslínu má búast við rafmagnsleysi í nótt, aðfaranótt 12. mars á Raufarhöfn, Þórshöfn og Bakkafirði auk nágrannasveita, frá miðnætti til kl. 2:30. Reynt verður að keyra varaafl eftir bestu getu.
10.03.2015

Fundur í sveitarstjórn

20. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn fimmtudaginn 12. mars 2015 og hefst kl 17:00
10.03.2015

Skemmtileg helgi 21. - 22. mars

Helgin 21. - 22. mars verður tileinkuð handverki og ferðaþjónustu á svæði Norðurhjara. Á laugardeginum verður flottur fyrirlestur hjá Hugrúnu Ívarsdóttur, eiganda Laufabrauðssetursins á Akureyri þar sem hún fjallar um uppbyggingu sína á fyrirtækinu og hönnunarmarkað á Íslandi í dag. Bendum á að þeir sem vilja skrá sig með sýningarbás á sunnudeginum þurfa að hafa samband við Mirjam núna í vikunni.
06.03.2015

Kjör oddvita og varaoddvita

Á fundi sveitarstjórnar Langanesbyggðar í dag fór fram kjör oddvita og varaoddvita. Siggeir Stefánsson var kjörinn oddviti með 4 atkvæðum og Reynir Atli Jónsson var kjörinn varaoddviti með 4 atkvæðum.
05.03.2015

Aukafundur í sveitarstjórn

19. aukafundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn föstudaginn 6. mars 2015 og hefst kl 14:00
04.03.2015

Ungir bændur í Þistilfirði

Eins og kunnugir vita þá hefur mikil endurnýjun átt sér stað í landbúnaði á svæðinu öllu og er yngsti meðalaldur bænda á landinu í Þistilfirði. Hér er skemmtilegt innslag frá N4 þar sem talað er við oddvita Svalbarðshrepps. Fyrir fróðleiksfúsa þá var árið 2010 var gerð viðtalsrannsókn við unga bændur í Þistilfirði sem finna má hér á pdf.
03.03.2015

Sagnaminningar á Nausti

Rifjaðar verða upp sagnaminningar á Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn fimmtudaginn 5. mars kl. 20:00. Allir aldurshópar velkomnir að koma og segja sínar sögur.
02.03.2015

Fréttainnslag frá þorrablóts undirbúningi á Bakkafirði

Skemmtilegt myndbrot og viðtal við Dagrúnu á Felli, sem er skelegg eins og vanalega. N4 sjónvarpsstöðin var á ferðinni og hér má sjá myndbrotið.
02.03.2015

Fundargerðir nefnda

Síðustu fundargerðir nefnda eru nú aðgengilegar á heimasíðu Langanesbyggðar
27.02.2015

Góð skemmtun að læra á bókasafninu

"Grettir Ásmundarson var fríður maður sýnum, breiðleitur, skammleitur og rauðhærður" Þetta vita nemendur í 3. og 4.bekk við Grunnskólann á Þórshöfn en þau læra nú íslendingasögur í bókasafninu hjá Líneyju.