Fara í efni

Yfirlit frétta

17.02.2015

Tilkynning

N og L listi sem starfað hafa í meirihluta í Langanesbyggð síðan 20.júní 2014 tóku þá ákvörðun þann 16.febrúar 2015 að binda endi á samstarf sitt frá og með þeim degi.
17.02.2015

Kynningarfundur Rauðakrossins

Rauði krossinn í Þingeyjarsýslu verður með kynningarfund fyrir íbúa Þórshafnar og nágrennis í Íþróttamiðstöðinni á Þórshöfn þriðjudaginn 24. febrúar kl. 17 til 18 Í framhaldi af kynningarfundinum verður haldið námskeiðið Inngangur að neyðarvörnum fyrir þá sem gætu hugsað sér að starfa fyrir Rauða krossinn ef opna þarf fjöldahjálparstöð.
17.02.2015

Fundur í sveitarstjórn

17. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Grunnskólanum á Bakkafirði, fimmtudaginn 19. febrúar og hefst kl 17:00
10.02.2015

112-Dagurinn

Í tilefni 112-dagsins, sem er miðvikudaginn 11. febrúar, ætlar slökkviliðið í Langanesbyggð og Svalbarðshreppi að hafa opið hús í Bakkavegi 11. Húsið verður opið frá kl 16:00-18:00.
10.02.2015

Félagsþjónusta Norðurþings auglýsir eftir fólki í hlutastörf í Langanesbyggð

Félagsþjónusta Norðurþings auglýsir eftir fólki í hlutastörf í Langanesbyggð, samkv. reglum Félagsþjónustu Norðurþings
10.02.2015

Félagsráðgjafi í Langanesbyggð

Félagsráðgjafi Félagsþjónustu Norðurþings, verður til viðtals á Þórshöfn þriðjudaginn og miðvikudaginn 24.-25 febrúar. Hægt er að bóka viðtal vegna barnaverndar, fjárhagsaðstoðar og félagslegrar ráðgjafar.
10.02.2015

Sóknarbraut - kynningarfundur

Kynningarfundur um námskeiðið Sóknarbraut verður haldinn í Menntasetrinu á Þórshöfn mánudaginn 16. febrúar nk. kl 17:00 Sóknarbraut er hagnýtt námskeið þar sem þátttakendur kynnast grundvallaratriðum um stofnun fyrirtækja og öðlast þekkinug á ýmsum þáttum fyrirtækjarekstrar.
06.02.2015

Félagsvist

Þriggja kvölda keppni í félagsvist verður haldin í Svalbarðsskóla eftirtalin miðvikudagskvöld 11. febrúar, 18. febrúar( sem er Öskudagur og tilvalið að mæta í grímubúningi ) og 25. febrúar og hefst klukkan 20.
05.02.2015

Lífshlaupið 2015

Íþrótta- og tómstundarnefnd hvetur þig og þinn vinnustað og/eða skóla til að taka þátt í lífshlaupinu 2015 sem hófst 4 febrúar. Hægt er að taka þátt í einstaklings-, vinnustaða-, grunnskóla - og framhaldsskólakeppni. Allar nánari upplýsingar inn á lifshlaupid.is
04.02.2015

Samningur við Þekkingarnet Þingeyinga undirritaður

Í dag var formlega undirritaður samningur á milli Þekkingarnets Þingeyinga og sveitarfélagsins Langanesbyggðar þar sem starfsmaður ÞÞ á Þórshöfn tekur að sér 30% starfshlutfall í atvinnu- og ferðaþjónustumálum. Gréta Bergrún Jóhannesdóttir mun sinna þessu hlutverki og starfa sem áður í Menntasetrinu á Þórshöfn. Mikil samvinna hefur verið á milli Þekkingarnetsins og Langanesbyggðar undanfarin ár og því var ákveðið að gera formlegt samkomulag um ákveðin verkefni sem sinnt verður af hálfu ÞÞ fyrir sveitarfélagið. Þetta styrkir einnig stöðu Þekkingarnetsins á staðnum en þar eru nú tveir starfsmenn.