Fara í efni

Yfirlit frétta

27.02.2015

"Hústökufólk" í næsta nágrenni

Er ekki ágætt að fara inní helgina með skemmtilegu myndbroti frá starfi eldriborgara á Raufarhöfn sem segjast vera hústökufólk, komin með leið af því að hafa ekkert að gera. Sjónvarpsstöðin N4 voru á ferðinni á svæðinu nýlega og hér má sjá viðtalið. /GBJ
27.02.2015

Fundargerð sveitarstjórnar

Fundargerð sveitarstjórnar Langanesbyggðar nr. 18
26.02.2015

Öryggi í umferðinni

Ágætis áminning til okkar allra. Á undanförnum árum hefur athyglisverður árangur náðst í umferðaröryggismálum. Það má þó aldrei slaka á þó vel hafi tekist til og því er mikilvægt að benda á tvö atriði sem tengjast öryggi barna okkar í umferðinni. Þrátt fyrir að nú sé daginn tekið að lengja er enn myrkur þegar börn á skólaaldri eru á ferðinni. Því er mikilvægt að nota endurskinsmerki á yfirhafnir, ekki síður hjá fullorðna fólkinu sem með því sýnir gott fordæmi. Sjónarhorn ökumanna er annað en gangandi og hjólandi vegfarenda þegar ferðast er um í myrkri. Ökumenn sjá ekki aðra vegfarendur úr fjarlægð nema að þeir noti ljós og/eða gott endurskin. Þá er einnig þörf á að skerpa á reglum um að börn undir 150 cm. á hæð mega ekki sitja í framsæti bifreiðar sem búin er öryggispúða. Að sjálfsögðu eiga allir farþegar í bílum einnig að vera spenntir í belti, líka þegar farið er um stuttan veg. Verum upplýst og örugg í umferðinni
25.02.2015

Djúphitunarklefi í íþróttahúsinu

Nú er kominn djúphitunarklefi í íþróttahúsið sem notast við infrarauða ljós sem hita líkamann. Þetta er sérstaklega gott fyrir gigtarsjúklinga, vöðvabólgu og vefjagigt. Á netinu m.a. má finna þessar upplýsingar:
25.02.2015

Verkalýðsfélag Þórshafnar niðurgreiðir djúphitun í Veri

Íþróttamiðstöðin Ver á Þórshöfn hefur fest kaup á djúphitunarklefa
24.02.2015

Fundur í sveitarstjórn

18. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn fimmtudaginn 26. febrúar 2015 og hefst kl 17:00
24.02.2015

Montið fært til 21.-22. mars

Montið - helgi fyrir handverks og ferðaþjónustufólk verður haldið í Svalbarðsskóla dagana 21-22 mars. Fyrri dagurinn verður tileinkaður handverki og verður dagskráin frá kl 13-18, þar sem í boði verður skemmtileg blanda af fróðleik og umræðum fyrir handverksfólk af öllu svæðinu frá Bakkafirði til Kelduhverfis. Á sunnudeginum verður síðan sett upp smá kaffihúsastemming og kynningarbásar þar sem gestir og gangandi geta komið og kynnt sér starf handversfólks og ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Þeir sem standa að þessari helgi eru Ferðafélagið Súlan, Langanesbyggð, Svalbarðshreppur og Þekkingarnet Þingeyinga, en Vaxtasamningur Norðausturlands styrkti verkefnið. Þeir handverks eða ferðaþjónustuaðilar sem vilja taka þá þurfa að tilkynna þátttöku til Mirjam á Ytra-Lóni fyrir 12. mars.
23.02.2015

Nærri 300% aukning á tjaldsvæði síðan árið 2012

Þótt hann blási kaldur á Langanesinu núna þá er nú samt farið að huga að sumrinu. Síðastliðið sumar var algjörlega frábært veður meiripart sumars og hefur það heldur betur skilað sér því innkomutölur af tjaldsvæðinu hafa aldrei verið hærri. Ef horft er tvö ár aftur í tímann þá er 290% aukning á innkomu síðan árið 2012. Árin 2010, 2011, 2012 voru svipuð, síðan verður nokkur aukning árið 2013 og algjört metár í sólinni sem gladdi okkur í sumar. Í sumar var mikið unnið að endurbótum á tjaldsvæðinu og aðstaða bætt til muna, þar kom meðal annars eining með betri klósett og sturtuaðstöðu fyrir gesti. Nú verður spennandi að sjá hvort við náum að toppa þetta í sumar. /GBJ
20.02.2015

Fundargerð sveitarstjórnar

Fundargerð sveitarstjórnar vegna fundar 19. febrúar 2015
18.02.2015

Kynjaverur á ferð um bæinn

Alls kyns fígúrur sáust á ferðinni á Þórshöfn í dag, hlaupandi um að syngja fyrir gotterí í pokana sína. Síðan var öskudagsball í Þórsveri þar sem marserað var fram og aftur um salinn. Nokkrar myndir og fleiri myndir á facebook síðu sveitarfélagsins./GBJ