Fara í efni

Yfirlit frétta

01.04.2015

Vinnusemi og framkvæmdagleði í dimbilvikunni

Það var í nógu að snúast á Prjónastofunni Vöndu í dag en þar eru framleiddir vinnuvettlingar á almennan markað. Friðgeir Óli aðstoðaði við að merkja vettlingana, Vilborg prjónaði og svo er þarna skemmtilegt leynihorn fyrir yngstu kynslóðina. Á Bárunni var einnig allt á fullu og þetta er að taka á sig flotta mynd. Úti er norðangarri svo og því ágætt að vera inni í hlýjunni.
31.03.2015

Gámasvæðið lokað í dag 31. mars

Gámasvæðið er lokað í dag 31. mars vegna veðurs Svæðið verður opið næsta hefðbundna opnunardag sem er laugardaginn 4. apríl n.k.
31.03.2015

Öðruvísi opnun á Skírdag í íþróttahúsinu

Íþróttahúsið verður opið um páskana sem hér segir:
30.03.2015

Talnaglöggir nemendur í Langanesbyggð

Þeir eru talnaglöggir 4. bekkingarnir í Grunnskólanum á Bakkafirði og Grunnskólanum á Þórshöfn. Í haust náðu þeir þeim góða árangri að verða hæst á landsvísu á samræmdu prófi í stærðfræði. Við erum afskaplega stolt af þessum árangri og krökkunum okkar. Samræmd próf eru tekin í upphafi vetrar í 4., 7. og 10. bekk og eru einkum notuð til þess að meta árangur á milli prófa hjá einstökum nemendum, samanburðar við aðra jafnaldra og sem vinnutæki kennara til að skoða og meta á hvað þurfi að leggja sérstaka áherslu hjá hverjum og einum. Þau eru hluti af matstækjum hvers skóla.
30.03.2015

Fundargerðir nefnda

Síðustu fundargerðir nefnda eru nú aðgengilegar á heimasíðu Langanesbyggðar
30.03.2015

Fundargerð sveitarstjórnar

Fundargerð sveitarstjórnar frá 27. mars 2015
25.03.2015

Stillt og prúð leikskólabörn í bókasafnsheimsókn

Leikskólabörnin komu í heimsókn á bókasafnið með þeim Hjöddu og Siggu. Þau voru stillt og prúð, skoðuðu bækur og hlustuðu á sögu þar sem segir frá því að kötturinn Snúður eignaðist vini þegar hann hætti að stríða. Börnin teiknuðu sjálfsmynd og brostu sínu breiðasta brosi en bókavörðurinn mældi brosið með rauðu garni og límdi á myndina. Fastir opnunartímar bókasafnsins eru frá kl. 17-19 á fimmtudögum og á mánudögum frá kl. 18-20. Árgjald er kr. 2.000 en ókeypis fyrir börn og unglinga, út grunnskólaárin.
25.03.2015

Fundur í sveitarstjórn

21. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn föstudaginn 27. mars 2015 og hefst kl 16:00
23.03.2015

Atkvæðagreiðsla Starfsgreinasambandsins hafin

Á slaginu 08:00 í morgun hófst rafræn atkvæðagreiðsla 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins um heimild til verkfallsboðunar vegna félagsmanna sem starfa eftir kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins.
23.03.2015

Rannsóknarstarf unnið á Þórshöfn

Sjónvarpsstöðin N4 tóku viðtal við Grétu Bergrúnu á dögunum en hún starfar á rannsóknarsviði Þekkingarnets Þingeyinga með starfsstöð í Menntasetrinu á Þórshöfn. Starfi sem þessu er hægt að sinna hvar sem er á starfssvæði Þekkingarnetsins og styrkir það atvinnulífið á staðnum að starfsmaður rannsóknarsviðis ÞÞ sé staðsettur hér. Hér má sjá viðtalið.