Útileiksvæði við Sunnuveg
31.05.2015
Fréttir
Í dag voru nokkrir íbúar mættir til vinnu við að útbúa útileiksvæði við Sunnuveg en það svæði var samþykkt fyrir nokkrum árum sem slíkt en ekki komist í framkvæmd. Því tóku íbúar austan Hafnarlækjar sig saman, ásamt hverjum þeim sem hjálpa vildi til, og fóru í skipulag svæðisins. Búið er að safna saman alls kyns skemmtilegu en einföldum efnivið, s.s. rekavið, dekkjum og sandkassa, og einnig var stungið fyrir skjólbelti og runnum til að gera svæðið skjólsælla. Skemmtilegt verkefni með samvinnu íbúa og greinilegt að börnin hafa nú þegar í nógu að snúast á svæðinu.
Í dag voru nokkrir íbúar mættir til vinnu við að útbúa útileiksvæði við Sunnuveg en það svæði var samþykkt fyrir nokkrum árum sem slíkt en ekki komist í framkvæmd. Því tóku íbúar austan Hafnarlækjar sig saman, ásamt hverjum þeim sem hjálpa vildi til, og fóru í skipulag svæðisins. Búið er að safna saman alls kyns skemmtilegu en einföldum efnivið, s.s. rekavið, dekkjum og sandkassa, og einnig var stungið fyrir skjólbelti og runnum til að gera svæðið skjólsælla. Skemmtilegt verkefni með samvinnu íbúa og greinilegt að börnin hafa nú þegar í nógu að snúast á svæðinu. Til gamans má geta að leiksvæðið stendur þar sem eitt sinn stóð torfbærinn Gamli Garður og spurning hvort einhver hafi sniðugt nafn á róluvöllinn sem tengist bænum.