Guðsþjónusta verður í Sauðaneskirkju
sunnudaginn 19. júlí kl. 14.
Prestur er sr. Stefán Már Gunnlaugsson og organisti Stefanía Sigurgeirsdóttir.
Almennur safnaðarsöngur.
Ferðafélagið Norðurslóð efnir til gönguferðar sunnudaginn 19. júlí nk. í Fossdal í Gunnólfsvíkurfjalli. Gangan er í tengslum við káta daga á Þórshöfn og nágrenni.
Seinni vika leikjaskólans er hafin og í morgun byrjuðu börnin á feluleik í salnum. Í síðustu viku voru börnin bæði inni og úti í leikjum og æfingum, æfðu m.a. langstökk fyrir Ásbyrgismótið.
Grunnskólinn á Þórshöfn auglýsir eftir kennurum til starfa fyrir næsta skólaár. Kennslugreinar helstar: íþróttir, list- og verkgreinar og sérkennari í 50% stöðu.
Deiliskipulag og umhverfisskýrsla - Urðunarsvæði við Bakkafjörð - Niðurstaða sveitarstjórnar vegna athugasemda við skipulagið -
Tillaga að deiliskipulagi og umhverfisskýrslu vegna Urðunarsvæðis við Bakkafjörð var auglýst öðru sinni með lögformlegum hætti í sex vikur skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123 / 2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 frá 19.01 - 02.03.2015.
Úthlutun Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra fór fram í Listasafninu á Akureyri - Ketilhúsi 26.júní og fengu nokkrir einstaklingar í Langanesbyggð styrk. Langanesbyggð fékk 500 þús kr styrk vegna "Spilað fyrir hafið" sem fer af stað 17.júlí.