Fara í efni

Yfirlit frétta

17.07.2015

Aukafundur í sveitastjórn Langanesbyggðar

29. aukafundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn mánudaginn 20. júlí 2015 og hefst kl 17:00
17.07.2015

Guðsþjónusta verður í Sauðaneskirkju

Guðsþjónusta verður í Sauðaneskirkju sunnudaginn 19. júlí kl. 14. Prestur er sr. Stefán Már Gunnlaugsson og organisti Stefanía Sigurgeirsdóttir. Almennur safnaðarsöngur.
15.07.2015

Gönguferð í Fossdal

Ferðafélagið Norðurslóð efnir til gönguferðar sunnudaginn 19. júlí nk. í Fossdal í Gunnólfsvíkurfjalli. Gangan er í tengslum við káta daga á Þórshöfn og nágrenni.
14.07.2015

Menning og gleði um helgina

Hér má finna dagskrá helgarinnar við Báruna, svo eru auðvitað opnunartónleikarnir á föstudaginn líka.
14.07.2015

Í feluleik í íþróttahúsinu

Seinni vika leikjaskólans er hafin og í morgun byrjuðu börnin á feluleik í salnum. Í síðustu viku voru börnin bæði inni og úti í leikjum og æfingum, æfðu m.a. langstökk fyrir Ásbyrgismótið.
10.07.2015

Grunnskóli Bakkafjarðar auglýsir eftir kennurum til starfa

Grunnskólinn á Bakkafirði auglýsir eftir kennurum í almenna kennslu á öllum stigum grunnskólans og leikskólakennara til starfa fyrir næsta skólaár.
09.07.2015

Grunnskóli Þórshafnar auglýsir eftir kennurum til starfa

Grunnskólinn á Þórshöfn auglýsir eftir kennurum til starfa fyrir næsta skólaár. Kennslugreinar helstar: íþróttir, list- og verkgreinar og sérkennari í 50% stöðu.
08.07.2015

Kortasjá

Nú hefur Langanesbyggð fengið aðgang að kortasjá fyrir Langanesbyggð. Þar er hægt að nálgast loftmyndir í góðri upplausn.
06.07.2015

Deiliskipulag og umhverfisskýrsla - Urðunarsvæði við Bakkafjörð.

Deiliskipulag og umhverfisskýrsla - Urðunarsvæði við Bakkafjörð - Niðurstaða sveitarstjórnar vegna athugasemda við skipulagið - Tillaga að deiliskipulagi og umhverfisskýrslu vegna Urðunarsvæðis við Bakkafjörð var auglýst öðru sinni með lögformlegum hætti í sex vikur skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123 / 2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 frá 19.01 - 02.03.2015.
02.07.2015

Úthlutun Uppbyggingarsjóðs

Úthlutun Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra fór fram í Listasafninu á Akureyri - Ketilhúsi 26.júní og fengu nokkrir einstaklingar í Langanesbyggð styrk. Langanesbyggð fékk 500 þús kr styrk vegna "Spilað fyrir hafið" sem fer af stað 17.júlí.