Fara í efni

Yfirlit frétta

05.08.2015

Austfjarðatröllið 2015

Austfjarðatröllið 2015 verður haldið 13. til 15. ágúst. Síðast tóku tröllin rimmu á Bakkafirði, nú
05.08.2015

Rafmagnslaust verður 6. ágúst

Rafmagnslaust verður á Holtinu milli klukkan 10 og 11 fimtudaginn 6. ágúst 2015 vegna vinnu við spennustöð. Rafmagnsleysisins gætir á rauðmerkta svæðinu á meðfylgjandi korti.
31.07.2015

Lokatónleikar á morgun kl. 15 og kl. 16

Á morgun er síðasti dagur Spilað fyrir hafið. Verkefnið hefur gengið vel og áætlað að um 150 manns hafi komið í vitann til að hlýða á tónleikana, sumir alveg grunlausir áður en komið er á staðinn að þarna sé lifandi tónlist. Ekki verri helgarskemmtun en hvað annað um verslunarmannahelgina fyrir þá sem heima sitja.
31.07.2015

Minnsta og sérkennilegasta útihátíð helgarinnar

Skemmtileg frétt í sjónvarpsfréttum Rúv í gærkvöldi þar sem fjallað var um tónleikanna í vitanum á Fonti, en það eru aðeins eftir tvennir tónleikar, í dag og á morgun, svo fær Haukur loksins pásu frá því að skrölta út á Font á hverjum degi. Fréttamaðurinn var yfir sig hrifinn af tónleikunum og hljómburðinum í vitanum, og sagði þetta eflaust vera minnstu og sérkennilegustu útihátíð verslunarmanna helgarinnar.
29.07.2015

Nokkrir gönguhópar á Langanesinu í sumar

Í sumar eru þónokkrir gönguhópar á ferð á Langanesinu og í síðustu viku var 45 manna hópur sem kallar sig ÍR-skokk á ferð hér í nokkra daga. Gengið var frá Heiðarfjalli að Fonti - hvar Haukur spilaði sérstaklega fyrir þau í vitanum þegar þangað var komið og vakti það mikla lukku. Þá fóru þau einnig á Rauðanesið og voru hrifin af því, einnig að Steintúni í Bakkafirði. Oddný Árnadóttir frá Ingimarsstöðum fór fyrir hópnum og sagði hún að allir hefðu verið alsælir, þjónustan til fyrirmyndar hvar sem komið var en fólk var bæði að gista á tjaldsvæði, á Lyngholti og í heimahúsi, þá var einnig farið á söfn, á Báruna og í Gallerí Beitu auk þess sem þau fengu fyrirvaralitla sýniferð um loðnubræðsluna þegar veðrið var eitthvað að trufla dagskrána. Hún tók sérstaklega fram að Eyþór og Ránar í Íþróttahúsinu hefðu verið sérlega hjálplegir. Alltaf gaman þegar ferðalangar fara ánægðir frá okkur. /GBJ
26.07.2015

Spilað fyrir hafið - myndbrot

Nú eru aðeins nokkrir tónleikar eftir í vitanum á Fonti en lokatónleikarnir eru laugardaginn 1. ágúst. Þónokkrir hafa lagt leið sína útá Font þó veðrið undanfarið setji vissulega strik í reikninginn hvað ferðamannastraum varðar. Hér er skemmtilegt myndbrot sem Hilma Steinarsdóttir klippti saman af tónleikunum og með myndum frá Langanesi.
22.07.2015

20 strandveiðibátar á Bakkafirði

Í sumar hefur heldur betur verið fjör í höfninni á Bakkafirði líkt og RÚV greindi frá á vef sínum í gær 21.07.2015.
19.07.2015

Vel heppnaðir opnunartónleikar

Á föstudaginn voru opnunartónleikar á tónleikaröðinni Spilað fyrir hafið en þar mun Haukur Þórðarson gítarleikari og nemi í FÍH spila daglega við vitann á Fonti á Langanesi. Spilað er í tæpan klukkutíma í senn og eru tónleikarnir klukkan 15 alla daga fram til 1. ágúst en þá eru lokatónleikarnir. Það var vel mætt á opnunartónleikana þar sem rúmlega 50 gestir hlýddu tónlistina á þessum magnþrungna stað sem er líkt og komið sé á heimsenda. Veitingastaðurinn Báran sá um léttar veitingar sem allar voru með sjávarfangi en yfirskrift tónleikanna er að heiðra hafið fyrir allt sem það hefur gefið en einnig minnast þess sem það hefur tekið. Verkefnið er á vegum Langanesbyggðar en uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra styrkti verkefnið. Frá Þórshöfn tekur um einn og hálfan tíma að keyra út á Font en leiðin er ekki hentug fólksbílum. Þá er um að gera að nýta ferðina og fara útá útsýnispallinn á Skoruvíkurbjargi og skoða eyðiþorpið að Skálum.
18.07.2015

Tónleikar á Fonti

Tónleikar í vitaum á Fonti verða ekki í dag sunnudaginn 19. júlí klukkan 17:00.
17.07.2015

Að loknu Ásbyrgismóti- frá Ásbyrgisnefnd

Þá er árlegu Ásbyrgismóti lokið. Mótið gekk vel fyrir sig þó þátttakan hafi verið með minna móti, enda lék veðrið ekki við okkur. Mótsgestir voru allir til fyrirmyndar og er óhætt að segja að þetta sé sameiginleg fjölskylduhátíð okkar Norður-Þingeyinga.