Fara í efni

Yfirlit frétta

18.05.2015

Flokksstjóri óskast

Auglýst er eftir flokksstjóra við vinnuskólann á Þórshöfn í sumar
15.05.2015

Slökkvilið Langanesbyggðar auglýsir

Hleðsla og þjónusta slökkvitækja
13.05.2015

Langaneshlaup UMFL

Fimmtudaginn 14 .maí n.k.verður hið árlega Langaneshlaup UMFL. Þar geta ALLIR verið með því það er í góðu lagi að labba, skokka, hlaupa eða hjóla. Mældar verða vegalengdirnar 1,5km, 3km, 5km, 7km, 10km, 15km og hálft maraþon eða 21,2km. Ræst verður frá íþróttahúsinu kl.10:00 í 15km og 21.2km og kl. 10:30 fyrir allar hinar vegalengdirnar. Ekkert þátttökugjald og allir fá verðlaunapening í viðurkenningarskyni og smá hressingu í lokinn. Tilvalið fyrir alla fjölskylduna að eiga frábæran dag saman sem byrjar á úti hreyfingu og jafnvel að skella sér í sund á eftirJ ATH:foreldrar eru hvattir til að koma með yngri börnum til að passa upp á að þau fari ekki of langt og komist aftur til baka Vonumst til að sjá sem flesta og ALLIR eru velkomnirJ Stjórn UMFL
10.05.2015

Fundur í sveitarstjórn

24. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn þriðjudaginn 12. maí 2015 og hefst kl 17:00
09.05.2015

Frábærir vortónleikar hjá tónlistarskólanum

Í dag voru vortónleikar tónlistarskólans haldnir í Þórsveri og hreint út sagt frábært að sjá hversu öflugt starfið er í skólanum. Spilað var á alls kyns hljóðfæri og leggur Kadri tónlistarkennari mikið uppúr samspili. Lokalögin spiluðu allir krakkarnir saman og voru Kadri færðar þakkir fyrir vetrarstarfið frá foreldrum sem og skólastjóra .
08.05.2015

Aðalfundur Menningarmiðstöðvar Þingeyinga í Sauðaneshúsinu

Í dag var undirritaður formlegur samstarfssamningur á milli Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og Sauðanesnefndar, þar sem sýningin í Sauðaneshúsi og rekstur safnsins heyra nú undir starfssemi Menningarmiðstöðvarinnar. Mikil ánægja er með samstarfið bæði hjá heimamönnum og forsvarsmönnum menningarmiðstöðvarinnar. Eftir sem áður á Þjóðminjasafn Íslands húsið sjálft en munirnir sem eru á safninu tilheyra því og verða ekki færðir annað. Elías sveitarstjóri undirritaði samninginn fyrir hönd Sauðanesnefndar og var nefndinni þakkuð fyrir vel unnin störf undanfarin ár. Það er þó stefnt að því að heimamenn komi að safninu og stefnumótun í gegn um Menningarmiðstöðina og hollvinasamtök hússins.
07.05.2015

Skrifstofustjóri óskast

Skrifstofustjóri óskast til starfa á skrifstofu Langanesbyggðar á Þórshöfn. Umsóknarfrestur er til 22. maí n.k. Leitað er eftir metnaðarfullum, hugmyndaríkum og kraftmiklum einstaklingi til að takast á við ögrandi og spennandi verkefni.
05.05.2015

Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019

Undirbúningur er hafinn að stefnumótun fyrir Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019, í samræmi við samning milli ríkisins og Eyþings. Ákveðið hefur verið að halda fjóra opna svæðafundi til að ræða framtíð svæðanna og landshlutans og safna hugmyndum og forgangsraða þeim.
04.05.2015

Vortónleikar

Laugardaginn 9. maí lýkur Tónlistarskólinn vetrarstarfi sínu með glæsilegum tónleikum í Þórsveri sem hefjast kl.14.00
04.05.2015

Árshátíð Bakkafirði

Hrói höttur ásamt félögum úr ýmsum ævintýrum verða í grunnskólanum á Bakkafirði næstkomandi föstudag