Fara í efni

Yfirlit frétta

25.09.2015

Sami gamli þorparinn

Eins og flestir þekkja til þá voru tónleikar í vitanum á Fonti á Langanesi í sumar. Hér er myndbrot af laginu Þorparinn en það er gítarleikarinn Haukur Þórðarson sem spilar lagið inni í vitanum. Verkefnið tókst framar vonum, fjöldi gesta sótti tónleikana og var almenn ánægja með hvernig til tókst. /GBJ
21.09.2015

Sundkeppni sveitarfélaganna

Í tilefni af hreyfiviku UMFÍ hafa fjölmörg sveitarfélög á landinu skorað hvert á annað í sundkeppni dagana 21. - 27. september. Þannig að nú er um að gera að drífa sig í laugina, Eyþór er byrjaður að skrá niður metrafjöldann. Skólasund telst þó ekki með. Þessa vikuna verður því opið fyrir almenning alla morgna milli kl.8:00 - 8:45 , og svo á vanalegum tíma á milli kl. 16.00 - 19:30. Það má þó stundum reyna samningaviðræður við Eyþór á öðrum tímum ef ekki er skólasund í gangi. /GBJ
19.09.2015

Fundur í sveitarstjórn

32. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn mánudaginn 21. september 2015 og hefst kl 17:00
15.09.2015

Úrvalslið í Útsvar

Nú liggur það fyrir að Langanesbyggð mun taka þátt í spurningakeppninni Útsvari í vetur og að sjálfsögðu er markið sett á sigur en fyrsta keppnin verður þann 30. október á móti Kópavogi. Úrvalsfólk hefur verið valið sem fulltrúar okkar og treystum við á liðsstjórann að setja saman stíft æfingarprógramm. Við kynnum þau hér til sögunnar:
11.09.2015

Hleðslumagnari í tónlistarskólann

Tónlistarskóli Langanesbyggðar hefur nú fengið í notkun vandaðan hleðslumagnara sem hægt er að tengja bæði við hljóðfæri og mikrafón. Magnarinn var keyptur í sumar fyrir verkefnið Spilað fyrir hafið, sem Langanesbyggð stóð fyrir, enda ekkert rafmagn í vitanum á Fonti og því var ákveðið að kaupa góðan maganara sem myndi síðan nýtast tónlistarskólanum. Kadri tónlistarkennari var alsæl með nýju græjuna og sagðist vera búin að langa lengi í svona fyrir skólann. Með því að hlaða magnarann er hægt að tengja hljóðfæri við hann og spila tónlist út um móa og mel. /GBJ
11.09.2015

Bætt aðstaða á lögreglustöðinni

Í gær var opið hús hjá lögreglunni á Þórshöfn eftir gagngerar endurbætur á húsnæðinu. Ráðast þurfti í miklar framkvæmdir, bæði að skipta um lagnir, brjóta upp gólf og fleira, og var í leiðinni endurnýjað innanhúss bæði fangaklefar sem og bætt vinnuaðstaða fyrir lögreglumenn og sýslumann. Yngri kynslóðinni þótti áhugavert að skoða lögreglustöðina og fengu líka góðar mótttökur og veitingar, enda mikilvægt að brýna fyrir börnunum að lögreglan er góði gæinn og þau eiga að vera óhrædd að leita aðstoðar þeirra. /GBJ
08.09.2015

Fundur í sveitarstjórn

31. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn fimmtudaginn 10. september 2015 og hefst kl 17:00
07.09.2015

Bókasafnadagurinn og Alþjóðlegur dagur læsis

Bókasafnadagurinn og Alþjóðlegur dagur læsis er á þriðjudaginn, 8. september 2015. Stutt dagskrá verður á bókasafninu, 2. hæð íþróttamiðstöðvarinnar og hefst kl. 17:30. Börn og fullorðnir lesa, ýmist frumsamið efni eða úr uppáhaldsbókum. Heitt verður á könnunni, allir velkomnir.
01.09.2015

Mánuður í Hrútadaginn

Hrútadagsnefndin sendir frá sér eftirfarandi skilaboð: Kæru bændur. Hrútadagurinn verður haldin laugardaginn 3. október og var Hrútadagurinn í fyrra sá stærsti hingað til þó að sala á hrútum hefði mátt vera betri. Undirstaða Hrútadagsins er að bændur mæti með hrúta og að þeir seljist og við viljum endilega heyra ykkar hugmyndir um hvernig hægt sé að láta þann þátt dagsins verða enn betri. Eins óskum við eftir skráningum þeirra bænda sem hugsa sér að koma með hrúta og erum við spennt að heyra frá ykkur. Þið getið haft samband við Nönnu í síma 8688647 / 4621288 og á netfangið nannast@internet.is. Við vonum að þið sjáið ykkur fært að mæta með hrútana ykkar á Hrútadaginn í ár :)
31.08.2015

Ferðaþjónusta opnar á Felli

Í sumar hafa hjónin á Felli í Bakkafirði, Reimar Sigurjónsson og Dagrún Þórisdóttir unnið að því að setja upp smáhýsi sem leigt verður út. Stefnan er sett á að fá annað hús næsta sumar og sjá svo hvernig málin þróast. Þau stefna einnig að því að geta farið í einhverja veitingaþjónustu fyrir gestina og geta þá notað heimaafurðir, en þau búa með sauðfé, geitur, hesta, hunda, hænur og gæsir.