Fara í efni

Yfirlit frétta

06.06.2015

Eggjaveisla og sjámannadagsdagskrá

Í dag verður eggjaveisla í boði Langanesbyggðar kl. 12 á veitingastaðnum Bárunni og eftir það er hefðbundin sjómannadagsdagskrá í dag sem Björgunarsveitin Hafliði stendur fyrir. Tilvalið að gera sér glaðan dag og styrkja gott málefni í leiðinni.
05.06.2015

Ólöf Nordal í Forystusetri

Ólöf Nordal í Forystusetri Myndlistarmaðurinn Ólöf Nordal opnar myndlistarsýningu í Fræðasetri um forystufé á Svalbarði í Þistilfirði, laugardaginn 6. júní nk. Ólöf er þekkt fyrir höggmyndir sínar og myndverk, má þar nefna Geirfuglinn við Skerjafjörð, Þúfuna við gömlu höfnin í Reykjavík og altarisverkið Fuglar himinsins í Ísafjarðarkirkju. Ólöf hefur áður unnið verk þar sem forystufé var uppspretta hugmynda. Hún sýnir að þessu sinni videoverk og ljósmyndir, en við undirbúning sýningarinnar heimsótti Ólöf fjárhús og forystufé bæði sunnan og norðan heiða. Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar, sem verður kl. kl. 16:00. Sýninging verður uppi í Forystusetrinu í allt sumar eða til 31. ágúst. Setrið er opið alla daga frá kl. 11:00 – 18:00. Á Fræðasetrinu er safnað saman á einn stað fróðleik um íslenska forystuféð og það gert aðgengilegt fyrir almenning og fræðimenn. Vinsældir þessa litla gallerís lýsa sér best í því að það er bókað undir myndlistarsýningar allt til ársins 2020. Allar nánari upplýsingar veitir Daníel Hansen forstöðumaður Forystuseturs, 852-8899, forystusetur@forystusetur.is www.forystusetur.is.
04.06.2015

Leikskólakennarar

Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum leikskólakennurum til að starfa við leikskólann Barnaból á Þórshöfn í starf á næsta skólaári. Umsóknarfrestur er til og með 12. júní 2015.
02.06.2015

Félagar í Verkalýðsfélagi Þórshafnar

Áríðandi fundur um nýundirritaða samninga haldinn 9.júní
01.06.2015

Veðurstöð á Þórshöfn

Búið er að tengja veðurstöð á hafnarsvæðinu á Þórshöfn.
31.05.2015

Útileiksvæði við Sunnuveg

Í dag voru nokkrir íbúar mættir til vinnu við að útbúa útileiksvæði við Sunnuveg en það svæði var samþykkt fyrir nokkrum árum sem slíkt en ekki komist í framkvæmd. Því tóku íbúar austan Hafnarlækjar sig saman, ásamt hverjum þeim sem hjálpa vildi til, og fóru í skipulag svæðisins. Búið er að safna saman alls kyns skemmtilegu en einföldum efnivið, s.s. rekavið, dekkjum og sandkassa, og einnig var stungið fyrir skjólbelti og runnum til að gera svæðið skjólsælla. Skemmtilegt verkefni með samvinnu íbúa og greinilegt að börnin hafa nú þegar í nógu að snúast á svæðinu.
30.05.2015

Skemmtileg heimsókn í frystihúsið

Á föstudaginn kom hópur af unglingum og kennurum frá Íslandi, Eistlandi og Lettlandi í heimsókn í frystihúsið. Þau skoðuðu vinnsluna og sáu nokkra tegundir af íslenskum fiskum. Fengu fyrirlestur um hvað færi fram í frystihúsinu. Aldrei að vita nema einhver þeirra eigi eftir að vinna hjá Ísfélaginu í framtíðinni.
29.05.2015

Tónlist á Fonti í sumar

Í sumar gerast töfrarnir á Fonti en þar ætlar Haukur Þórðarson að spila létta tónlist fyrir gesti og gangandi, daglega frá 17. júlí - 1. ágúst. Tónleikarnir bera yfirskriftina Spilað fyrir hafið og eru ætlaðir til að heiðra allt sem hafið hefur gefið okkur og hugsa til þeirra sem það hefur tekið frá okkur. Verður nánar auglýst þegar nær dregur en alveg örugglega komið tilefni til að taka rúnt út á Font í sumar.
28.05.2015

Leystu þraut Einsteins í vísindaveislunni

Á vísindavef Háskóla Íslands er skemmtileg frétt um heimsókn Háskólalestarinnar hér á dögunum þar sem tekið er fram hverjir leystu þær þrautir sem voru lagðar fyrir gestina. Þar voru feðgarnir Jarek og Mansi þeir einu sem gátu leyst þraut Einsteins "Hver á fiskinn". Einnig færði Kristínn Lárusson vísindamönnunum stein að gjöf og stelpurnar komu sterkar inn í kubbaþrautinni. Fréttina má lesa hér.
28.05.2015

Fundur í sveitarstjórn

26.fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Þórsveri 28.maí