Fara í efni

Yfirlit frétta

27.05.2015

Hreinsunardagur í Langanesbyggð

Á morgun fimmtudaginn 28. maí frá kl. 17:00-19:00 skorum við á íbúa Þórshafnar að taka höndum saman og fegra allt nærumhverfi sitt. Einnig eru eigendur útihúsa og fyrirtækja hvattir til að hafa umhverfi sitt snyrtilegt. Áhaldahúsgengið verður á ferðinni með tóma poka. Pylsur í boði við íþróttamiðstöðina að átaki loknu. Sveitarstjóri
27.05.2015

Hreindýrahjörð á Bakkafirði

Nú í maí hefur hreindýrahjörð haldið sig nærri Bakkafirði og kippa hreindýrin sér ekki mikið upp við að koma inní þorpið. Þessar myndir tók Haukur Marinósson þann 21 maí en þá voru dýrin að því er virðist að reyna fyrir sér á fótboltavellinum.
26.05.2015

Vatnslaust í dag

Vegna viðhalds verður vatnslaust í dag
26.05.2015

Háskólalestin vakti mikla lukku

Á laugardaginn var háskólalestin á ferðinni en það er hópur fólks sem ferðast um landið til að vekja áhuga unga fólksins á tækni og vísindum. Þarna var hægt að sjá tilraunir og óvæntar uppgvötvanir, stjörnur, sólir og ýmis undratæki. Það er alveg óhætt að segja að þetta hafi mælst vel fyrir hjá yngri kynslóðinni og ekki síður að foreldrar og aðrir gestir hefðu gaman að. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.
20.05.2015

Glæsileg leiksýning á Bakkafirði

Grunnskólinn á Bakkafirði setti upp sýninguna Hrói Höttur nú á dögunum og var sýningin öll hin glæsilegasta. Í dag eru svo nemendur í yngstu bekkjum grunnskólans á Þórshöfn að fara á sýninguna sem er sett upp aftur sérstaklega fyrir þau. Flottur endir á skólavetrinum og augljóst að mikil vinna var lögð í verkið.
20.05.2015

Aðalfundur Verkalýðsfélags Þórshafnar

Aðalfundur Verkalýðsfélags Þórshafnar vegna ársins 2014
19.05.2015

Ganga um klukkutíma á dag

Þessir heiðursmenn, Auðunn Haraldsson og Sigtryggur Þorláksson, voru á röltinu í góða veðrinu nú fyrir hádegi. Þeir segjast ganga um klukkutíma á dag þó þeir stoppi nú kannski á leiðinni og hvíli sig eitthvað. Sigtryggur sagði að þetta væri nú svo sem ekki það merkilegt, þeir hefðu ekkert annað að gera. Í vetur voru þeir oft á gangi þrátt fyrir kulda og snjó og eru bæjarbúum ágætis áminning um hvað hreyfingin er holl. Það er nú gaman að segja frá því að samanlagður aldur þeirra er 174 ár en þeir eru báðir fæddir í október 1928 með aðeins þriggja daga millibili og verða því báðir 87 ára á þessu ári.
19.05.2015

Hlutastarf í Sauðaneshúsi

Auglýst er eftir starfsmanni til að vinna aðra hvora helgi
19.05.2015

Háskólalestin

Vísindaveisla í Þórsveri laugardaginn 23.maí
18.05.2015

Skemmtilegir tónleikar í kirkjunni

Á laugardaginn var kór Egilsstaðakirkju með tónleika í Þórshafnarkirkju. Spilað var á píanó og þverflautu í mörgum lögum en lagavalið er mjög fjölbreytt hjá þeim allt frá sálmum yfir í létt rokk. Tónleikarnir voru frábærir og góð skemmtun. Á milli laga sagði kórstjórinn stuttlega frá hverju lagi fyrir sig og var skemmtilegt og bjart yfirbragð á kór og kórstjóra.