Dagana 21. og 22. júní n.k. mun Aðalsteinn J. Maríusson halda sýningu í Sauðaneshúsinu á íslenskum steinum og munum úr þeim frá kl. 14 til 17.
Sögustund um húsið og fleira kl. 15:00.
Í ár verða Kátir dagar helgina 17 - 19. júlí með menningarsniði þar sem áhersla er lögð á tónlist, grill og gaman. Þónokkrar vangaveltur hafa verið meðal íbúa hvort af hátíðinni verður eða ekki en þetta gerist víst ekki af sjálfu sér, svo undalegt sem það má nú virðast. Nik á Bárunni ætlar að halda utanum skipulagningu og þeir sem vilja taka þátt er bent á að hafa samband við hann.
Hreinsum og myndun holræsa í Langanesbyggð mun fara fram mánudaginn 15. júní og hugsanlega líka þriðjudaginn 16. júní n.k. Þeir einstaklingar sem þurfa að láta hreinsa lagnir heim að íbúðarhúsum eða láta mynda þær eru hvattir til að hafa samband við Jarek í síma 863-5198 sem fyrst eða beint við skrifstofu Bólholt í síma 471-3000.
Í gærmorgun var hífður upp af fraktskipi gríðarstór loðnumjölsþurrkari og vegur hann aðeins 115 tonn. Til þess þurfti að fá tvo krana sunnan úr Reykjavík sem og auka vöruflutningabíla með tilheyrandi viðbúnað sem þurfti til verksins. Að sögn Kristinns Lárussonar gekk nú ekki átakalaust að koma þessu flykki inní verksmiðjuna og brotnuðu stoðir undan og svona smá "bras". Gamli þurrkarinn sem skipt var út er enn á bryggjunni og bíður flutnings landleiðina til Reyðarfjarðar en þar eru þungatakmarkanir á vegum fyrirstaða eins og er. Nýi þurrkarinn hefur 690 fermetra þurrkflöt og forþurrkar mjölið áður en það fer í gengum aðra tvo þurrkara. Að sjálfsögðu var svo mjölútskipun í kjölfarið til að nýta ferðina hjá skipinu.