Fara í efni

Yfirlit frétta

02.07.2015

Losun garðaúrgangs á Bakkafirði

Þeir sem þurfa að losna við garðaúrgang á Bakkafirði
29.06.2015

Vigdísartré í Kirkjuskógi

Á laugardaginn voru gróðursett þrjú tré í skóginum við kirkjuna á Þórshöfn. Þetta er gert til heiðurs frú Vigdísi Finnbogadóttur og voru gróðursett tré út um allt land. Um viðburðinn segir þetta: Þann 29. júní verða liðin 35 ár frá því Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, fyrst kvenna til að verða þjóðkjörin forseti, og 100 ár frá því konur hér á landi fengu kosningarétt. Skógrækt, landgræðsla og náttúruvernd hafa verið Vigdísi afar hugleikin og hefur hún haldið þeim málefnum á lofti á opinberum vettvangi. Eitt besta dæmið þar að lútandi er að snemma í forsetatíð sinni tók hún upp þann sið að gróðursetja þrjú tré á þeim stöðum sem hún heimsótti – eitt fyrir stúlkur, eitt fyrir drengi og eitt fyrir komandi kynslóðir. Þótti því upplagt að skógræktarfélögin myndu marka þessi tímamót með gróðursetningu og fylgja fordæmi Vigdísar um trén þrjú. Skógræktarfélögin og sveitarfélög um land allt, með stuðningi Skógræktarfélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga, ásamt Skógrækt ríkisins, Landgræðslu ríkisins, Yrkjusjóði og Landgræðslusjóði, standa að gróðursetningunni.
28.06.2015

Sorpmál skoðuð á Vopnafirði

Á föstudaginn fór sveitarstjórn Langanesbyggðar í heimsókn til nágranna okkar á Vopnafirði og var megintilgangur ferðarinnar að skoða fyrirkomulag á úrgangsmálum. Vopnfirðingar hafa þann hátt á úrgangsmálum að ein tunna er við hvert hús en miðlægur flokkunarstaður er í sveitarfélaginu hvar íbúar koma sjálfir með sitt flokkaða sorp og setja inn um lúgur sem merktar eru hverri tegund flokkaðs heimilisúrgangs. Innan við lúgurnar er sorp eftir atvikum baggað og eða sent burt í til þess gerðum pokum. Bæði var skoðuð flokkun og urðun sorps ásamt því að málin voru rædd við fólk í héraði. Einnig skoðaði sveitarstjórnarfólkið leikskóla og skóla þeirra Vopnfirðinga.
26.06.2015

Fundargerð sveitarstjórnar

Fundargerð 28. fundar sveitarstjórnar Langanesbyggðar dags 25. júní 2015
25.06.2015

Sumarblóm til sölu í dag

Sumarblóm til styrktar Sauðanes- og Þórshafnarkirkju
24.06.2015

Skrifstofa Verkalýðsfélags Þórshafnar lokuð

Skrifstofan verður lokuð vegna sumarleyfis
24.06.2015

Fallegur almenningsgarður í vinnslu á Bakkafirði

Göngustígur, hænsnakofi, kartöflu- og kálgarður er meðal þess sem sjá má í nýjum garði sem unglingar á Bakkafirði vinna að í unglingavinnunni. Ívar Bjarklind leiðbeinir og vinnur með unglingunum en hann verður yfir unglingavinnunni þar í sumar.
24.06.2015

Fundur í sveitarstjórn

28. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn fimmtudaginn 25. júní 2015 og hefst kl 17:00
19.06.2015

Grunnskóli Þórshafnar auglýsir eftir kennurum til starfa

Grunnskólinn á Þórshöfn auglýsir eftir kennurum til starfa fyrir næsta skólaár. Kennslugreinar helstar: íþróttir, list- og verkgreinar og sérkennari í 50% stöðu. Umsóknir, einkunnir og starfsferilskrá skal senda til skólastjóra fyrir 1. júlí 2015.
19.06.2015

Kosningaréttur í 100 ár

Fyrir einni öld staðfesti konungur lög frá Alþingi sem færðu um 12.000 íslenskum konum, sem voru 40 ára og eldri, kosningarétt. Lögin færðu einnig kosningarétt um 1.500 vinnumönnum, sem voru 40 ára og eldri, og líka um 1.000 karlmönnum sem áður höfðu ekki haft réttinn vegna skilyrða um útsvarsgreiðslu. Dagurinn 19. júní hefur verið kallaður kvennadagurinn og kvenréttindadagurinn frá árinu 1915. Þann dag hafa íslenskar konur og íslensk kvennahreyfing litið til baka og glaðst yfir fengnum rétti. Í tilefni þessara tímamóta var hópur áhugafólks um ljósmyndun sem tók sig saman og hengdi upp 100 myndir af konum í byggðarlaginu. Sýningin er í Samkaup Strax á Þórshöfn og mun hanga þar eitthvað fram eftir sumri. Hópurinn hallar sig "Myndarlegi klúbburinn" en það eru Gréta Bergrún, Guðjón Gamsa, Hilma, Líney og Sóley Vífils. /GBJ