Fara í efni

Yfirlit frétta

16.11.2015

Hunda- og kattahreinsun í Langanesbyggð

Boðið verður upp á hunda- og kattahreinsun á Þórshöfn og á Bakkafirði mánudaginn 16. nóvember n.k.
16.11.2015

Vegir, flug og ferðaþjónusta: Samgönguþing Markaðsstofu Norðurlands

Markaðsstofa Norðurlands stendur fyrir samgönguþingi í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 19. nóvember kl. 13:30. Þar verður fjallað um samgöngur á landi og í lofti frá sjónarhorni ferðaþjónustunnar.
10.11.2015

Fundur í sveitarstjórn

35. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Menntasetrinu Þórshöfn fimmtudaginn 12. nóvember 2015 og hefst kl 17:00
06.11.2015

Glæsilega Útsvarsliðið okkar

Þau stóðu sig heldur vel liðið okkar í Útsvarinu síðastliðna helgi þegar þau kepptu við lið Kópavogs. Lokastaðan var reyndar ekki okkur í hag en það gengur bara betur næst. Keppendur frá okkur voru Heiðrún Óladóttir, Steinunn Óttarsdóttir og Gunnar Ingi Jóhannsson. Salurinn var þéttsetinn af okkar fólki þannig að við unnum allavega á því sviðinu.
05.11.2015

Æðruleysismessa

"12 sporin - reynslusögur og lofgjörð" verður haldin í Þórshafnarkirkju sunnudaginn 15. nóvember n.k. kl. 17:00
26.10.2015

Ómissandi Útsvar á RÚV föstudaginn 30. október

Heimsyfirráð eða ....
26.10.2015

Opinn fundur um forvarnarmál

Miðvikudaginn 28. október verður efnt til íbúafundar um forvarnarmál í Langanesbyggð í félagsheimilinu kl. 20.00. Fundurinn er öllum opinn en þess vænst að hann sæki allir þeir sem láta sig forvarnarmál og velferð barna og unglinga varða.
26.10.2015

Ný dagsetning á Smalabitanum

Smalabitinn verður laugardaginn 14. nóvember og má sjá auglýsinguna hér.
23.10.2015

Gangbraut á Þórshöfn

Eins og glöggir bæjarbúar á Þórshöfn hafa vafalaust tekið eftir þá er komin gangbraut í Miðholtinu sem tengir saman göngu- og hjólastíg sem liggur frá Hálsvegi yfir Miðholt og Austurveg, að skólanum, en þar eru oft skólabörn á ferð. Á dögunum var hreyfivika í grunnskólanum og við það tilefni var þessi flotta mynd tekin af börnum og kennurum við gangbrautina. Mikilvægt öryggisatriði og við biðjum vegfarendur að taka tillit til gangangdi og hjólandi vegfarenda.
23.10.2015

Ein er upp til fjalla...

Gleðidagur fyrir marga heimamenn en í dag er fyrsti í rjúpu og eflaust margir sem halda til fjalla. Eftirfarandi tilkynningar bárust: VEIÐIMENN ATHUGIÐ! Öll rjúpnaveiði bönnuð á jörðinni Heiði á Langanesi. Landeigendur Rjúpnaveiði bönnuð: Öll rjúpnaveiði er bönnuð í landi Eldjárnstaða sem er : Úr Bælishólum beint til fjalls í Merkitind og þaðan í Hnjúksvörðu, þaðan í Vörðutyppi á Öldudagsvarpi, þaðan í Þverárhyrnu og þaðan í Sandhaug, skilur þaðan Lónsá á milli Eldjárnstaða og Grundar allt að Brúarlækjarósi. Einungis þeir sem eru með leyfi landeiganda fá að veiða í landi Eldjárnsstaða. Upplýsingar um veiðileyfi gefur Gunnólfur í síms 821-1646