Fara í efni

Yfirlit frétta

16.12.2015

Dagsetning Þorrablóts 2016

Þorrablótsnefnd hefur ákveðið 30. janúar fyrir Þorrablót 2016. Takið daginn frá, það verður að venju glaumur og gleði, og dansinn mun duna fram á nótt. Nánar auglýst þegar nær dregur.
15.12.2015

Sorphirðudagatal 2016

Sorphirðudagatal 2016 er nú aðgengilegt á vef Langanesbyggar
14.12.2015

Dagskrá 38. fundar sveitarstjórnar 15.12

38. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn þriðjudaginn 15. desember 2015 og hefst kl 17:00
11.12.2015

Barnaból styrkir barn í SOS barnaþorpi.

Í haust gerðits leikskólinn Barnaból á Þórshöfn sólblómaleikskóli og styrkir eitt barn í SOS þorpi í Afríku. Börnin styrkja stúlku sem heitir Marta og er 6 ára. Þau fræðast um aðstæður barna í Afríku og bera það saman við sínar eigin aðstæður. Skemmtilegt verkefni sem þau læra mikið á, sjá má umfjöllun í Morgunblaðinu í dag. /GBJ
11.12.2015

Breyttur messutími Aðventuhátíðar

Aðventuhátíð verður í Þórshafnarkirkju sunnudaginn 13. desember kl. 14. Prestur er sr. Brynhildur Óladóttir og organisti Elvar Bragason. Um tónlist og söng sjá Elvar Bragason, Valgerður Friðriksdóttir og börn í kirkjustarfi.
11.12.2015

Börnin bralla í aðdraganda jóla

Börnin í Grunnskólanum á Þórshöfn eru þar engin undantekning en þar hefur verið mikið fjör að undanförnu.
11.12.2015

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2015/2016

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 605/2015 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2015/2016
11.12.2015

Drög að hreindýraarði 2015

Drögin eru til skoðunar, á skrifstofu sveitarfélagsins, frá 08.12-2015 til 18.12.2015 og er það sá frestur sem gefinn er til að gera skriflegar athugasemdir.
11.12.2015

Tónleikar í skólahúsinu á Kópaskeri föstudaginn 11. desember kl. 20:30

VIÐ ARINELD vetur, aðventa og jól Tónleikar í skólahúsinu á Kópaskeri föstudaginn 11. desember kl. 20:30 Þórhildur Örvarsdóttir, söngur og Daníel Þorsteinsson, píanó
08.12.2015

Landsliðsmaður með fótboltaæfingu hjá UMFL

Ungmennafélagi Langnesinga barst góður liðsauki í vikunni þegar landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson tók fótboltaæfingu með krökkunum. Þau voru að vonum alsæl enda ekki á hverjum degi sem svona tækifæri gefst. Viðar Örn spilar nú með Jiangsu Guoxin-Sainty í Kína en þar áður var hann hjá Vålerenga í Noregi. Við getum víst ekki eignað okkur kappann en hann er hér í heimsókn hjá móður sinni sem hefur búið í nokkur ár á Þórshöfn. Frábært fyrir íþróttakrakkana okkar að kynnast svona flottri fyrirmynd, sem sýnir að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi./GBJ