Fara í efni

Yfirlit frétta

26.11.2015

Fegurð - Gleði - Friður Grunnskóli Bakkafjarðar á afmæli

Í haust voru 30 ár frá því húsnæði Grunnskólans á Bakkafirði var tekið í notkun. Ekki var kennt í öllum skólanun, heldur einungi í hluta af honum. Húsið var formlega vígt 1987. En við ákváðum að miða afmæli skólans við það ár sem byrjað var að kenna í húsnæðinu. Af því tilefni bjóðum við ykkur að njóta með okkur kaffi og veitinga í sal Grunnskólans föstudaginn 27. nóvember, kl. 17.00
25.11.2015

ATH. Breyttur tími á kynningu á nýjum samningi milli SGS og launanefndar sveitarfélaga

Vegna óveðurs mun Aðalsteinn Baldursson koma og kynna samninginn fimmtudaginn 03.desember en ekki miðvikudag.
24.11.2015

Strákurinn sem týndi jólunum - barna- og fjölskylduleikrit

Strákarnir í Leikhópnum Vinir ætla að kíkja í heimsókn og sýna okkur hið bráðskemmtilega barna- og fjölskylduleikrit STRÁKURINN SEM TÝNDI JÓLUNUM.
24.11.2015

Brunavarnir Langanesbyggðar

Kæru íbúar Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps Nú fer að líða að jólum og þá er lag að yfirfara brunavarnirnar á heimilum okkar, því þar eru jú mestu verðmæti landsins, þ.e.a.s. börnin okkar og við sjálf. Hér eru svo nokkrir punktar sem við þurfum að yfirfara:
24.11.2015

36. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar

36. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn fimmtudaginn 26. nóvember 2015 og hefst kl 17:00
24.11.2015

Neyðarvarnir RKÍ í Þingeyjarsýslu

Vegna veðurs og færðar varð að fresta fundinum sem fyrirhugaður var í síðustu viku. Nú skal gera aðra tilraun. Rauði krossinn í Þingeyjarsýslu heldur upplýsinga- og fræðslufund í Grunnskólanum á Þórshöfn fimmtudaginn 26. nóvember kl. 19:30.
18.11.2015

LÍFIÐ myndlistarsýning

Laugardaginn 21. nóvember kl. 14.00 opnar Birna Sigurðardóttir sýninguna LÍFIÐ í Safnahúsinu á Húsavík. Sýningin verður opin þá helgi kl. 14.00-17.00 og síðan á opnunartíma safnsins til 8. des.
16.11.2015

Tannlæknir

Rögnvaldur Björnsson tannlæknir frá Akureyri verður á Þórshöfn frá 23. nóvember 2015 Tímapantanir í síma 462-7102
16.11.2015

Neyðarvarnir Rauða kross Íslands í Þingeyjarsýslu

Rauði krossinn í Þingeyjarsýslu heldur upplýsinga- og fræðslufund í Grunnskólanum á Þórshöfn fimmtudaginn 19. nóvember kl. 19:30. Fundurinn er um neyðarvarnir RKÍ í Þingeyjarsýslu og þá sérstaklega á Þórshöfn en grunnskólinn þar er skilgreindur sem fjöldahjálparstöð þegar á þarf að halda.
16.11.2015

Dagur íslenskrar tungu mánudaginn 16. nóvember

Á mánudaginn, þann 16. nóvember verður dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Grunnskólanum á Þórshöfn. Dagskráin fer fram í Þórsveri frá 17:00 til 18:30