Fara í efni

Yfirlit frétta

11.12.2015

Börnin bralla í aðdraganda jóla

Börnin í Grunnskólanum á Þórshöfn eru þar engin undantekning en þar hefur verið mikið fjör að undanförnu.
11.12.2015

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2015/2016

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 605/2015 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2015/2016
11.12.2015

Drög að hreindýraarði 2015

Drögin eru til skoðunar, á skrifstofu sveitarfélagsins, frá 08.12-2015 til 18.12.2015 og er það sá frestur sem gefinn er til að gera skriflegar athugasemdir.
11.12.2015

Tónleikar í skólahúsinu á Kópaskeri föstudaginn 11. desember kl. 20:30

VIÐ ARINELD vetur, aðventa og jól Tónleikar í skólahúsinu á Kópaskeri föstudaginn 11. desember kl. 20:30 Þórhildur Örvarsdóttir, söngur og Daníel Þorsteinsson, píanó
08.12.2015

Landsliðsmaður með fótboltaæfingu hjá UMFL

Ungmennafélagi Langnesinga barst góður liðsauki í vikunni þegar landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson tók fótboltaæfingu með krökkunum. Þau voru að vonum alsæl enda ekki á hverjum degi sem svona tækifæri gefst. Viðar Örn spilar nú með Jiangsu Guoxin-Sainty í Kína en þar áður var hann hjá Vålerenga í Noregi. Við getum víst ekki eignað okkur kappann en hann er hér í heimsókn hjá móður sinni sem hefur búið í nokkur ár á Þórshöfn. Frábært fyrir íþróttakrakkana okkar að kynnast svona flottri fyrirmynd, sem sýnir að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi./GBJ
07.12.2015

Brjálað veður, inn með trampólínin!

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi á landinu vegna óveður. Taka þarf inn trampólín og annað lauslegt úr görðum, tryggja lausar kerrur. moka frá niðurföllum og þess háttar.
07.12.2015

Aðventuhátíð frestað vegna veðurs

Aðventuhátíð sem átti að vera í kvöld í Þórshafnarkirkju frestast vegna veðurs. Nánar auglýst síðar. Sóknarnefndin
03.12.2015

Glæsilegir jólatónleikar Tónlistarskólans

Í vikunni voru jólatónleikar hjá nemendum Tónlistarskólans sem stunda nám á Þórshöfn. Spilað var á hin ýmsu hljóðfæri og greinilegt að metnaður er í skólastarfinu. Síðasta atriðið var samspil allra nemenda og að lokum var kaffisala til styrktar tónlistarskólanum, en það er nýstofnað foreldrafélag tónlistarskólans sem sá um kaffiveitingar. Jólatónleikar nemenda á Bakkafirði verða miðvikudaginn 9. desember.
01.12.2015

Þrjátíu ára afmælishátíð grunnskólans á Bakkafirði.

Síðastliðinn föstudag var afmælishátíð í grunnskólanum á Bakkafirði en 30 ár eru liðin síðan skólahúsnæðið var tekið í notkun. Nemendur fóru vel yfir skólasögu gamla Skeggjastaðahrepps, kynntu farskólann, skólann á Skeggjastöðum og Grunnskólann á Bakkafirði. Aðalbjörg Jónasdóttir var með frásagnir frá farskólanum og heimavistinni á Skeggjastöðum en hún var stundaði nám í þeim báðum. Nemendur spiluðu og sungu lög með textum eftir skáldin úr hreppnum Örn Arnarsson og Kristján frá Djúpalæk. Ísfélag Vestmannaeyja á Þórshöfn gaf Grunnskólanum á Bakkafirði 100.000 kr til eflingar á raungreinum. Að sjálfsögðu voru svo góðar veitingar fyrir gesti. /GBJ
01.12.2015

Jólatónleikar Tónlistarskóla Langanesbyggðar

Jólatónleikar Tónlistaskóla Langanesbyggðar, nemendur á Þórshöfn. Í félagsheimilinu Þórsveri í dag 1. desember 2015 klukkan 17:00. Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.