Um helgina voru frjálsíþrótta æfingarbúðir haldnar á Þórshöfn á vegum HSÞ. Alls voru um 50 krakkar sem tóku þátt, ásamt þjálfurum, foreldrum og fleiri einstaklingum sem komu að þessu. Fjöldi krakka gisti í Þórsveri og voru þau hæstánægð með helgina. Gaman að sjá þetta öfluga samstarf.
Jóhann Ingimarsson eða Nói eins og hann var kallaður lést sunnudaginn 10. janúar síðastliðinn á Akureyri.
Nói fæddist 23. júlí 1926 og hefði því orðið níræður nú í sumar.
Þorrablótsnefnd hefur nú ákveðið að brjóta upp áralanga hefð með gamalli hefð, nefninlega að gestir komi með sinn eigin þorramat. Samkaup Strax mun panta sérstaklega fyrir þá sem vilja en sögur herma að Skúli bóndi standi vaktina og kíki í trogin til að sjá hversu þjóðlegur og vel súrsaður maturinn sé...