Fara í efni

Yfirlit frétta

06.09.2016

Leikur að læra á Barnabóli

Leikskólinn Barnaból hefur nú hafið innleiðingu á Leikur að læra en það er námsaðferð sem stuðlar að fjölbreyttari kennsluháttum á leikskólastigi. Í síðustu viku fengu foreldrar kynningu á verkefninu en mikilvægur þáttur í þessum kennsluformi er þátttaka foreldra og eru því sett sameiginleg verkefni fyrir foreldra og börn þegar komið er á leikskólann.
01.09.2016

Hollvinir taka höndum saman

Hollvinasamtök grunnskólans á Þórshöfn ætla að safna fyrir afþreyingarefni og námstengdu efni í skólann.
30.08.2016

Fundur sveitarstjórnar

51. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Grunnskólanum á Bakkafirði, fimmtudaginn 1. september 2016 og hefst kl. 17:00
30.08.2016

Lokafrágangur í grunnskólanum

Það voru margar hendur að störfum í grunnskólanum á Þórshöfn í dag en þar hafa miklar endurbætur staðið yfir í sumar. Endurbætur á skólanum voru vissulega löngu tímabærar en þessar umfangsmiklu framkvæmdir komu til vegna viðvarandi myglusvepps sem fannst í flestum kennslurýmum skólans. Smiðir, rafvirkjar og aðrir iðnaðarmenn hafa unnið nótt sem nýtan dag í sumar til að hægt sé að klára framkvæmdirnar. Skólasetning verður miðvikudaginn 31. ágúst kl. 16 í Þórsveri og hefst því skólastarf á fimmtudaginn í skólanum. Kennarar, skólaliðar og starfsfólk vinna nú að því að gera klárt fyrir upphaf skólaársins. Henda þurfti miklu af gögnum og þvo það sem hægt var.
30.08.2016

Dósamóttaka fimmtudaginn 1.sept.

Bebbi verður á Þórshöfn 01.09 frá kl.13-16.30
25.08.2016

Myndlistarsýning í sundlauginni

Laugardaginn 27/08 verður opnuð sýning kl.17.00
24.08.2016

Gangnaseðill Langanesbyggðar 2016

Gangnaseðill Langanesbyggðar 2016 hefur verið samþykktur. Hann má finna með því að smella hér.
24.08.2016

Bókasafnadagurinn og Alþjóðlegur dagur læsis

Í bókasafninu fimmtudaginn 8. sept. n.k. frá kl. 17:30-18:30, í íþróttahúsinu Verinu, 2. hæð.
22.08.2016

Augnlæknir á Þórshöfn

Margrét Loftsdóttir augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni á Þórshöfn, miðvikudaginn 7. september. Tímapantanir í síma 464-0600.
18.08.2016

Ráðstefna um ferðamál á Norðurslóðum, Raufarhöfn

Raufarhöfn, 30. ágúst til 2. september 2016 Ráðstefnan er haldin á vegum IPTRN, samtaka fræðafólks sem rannsakar ferðamennsku á norðurslóðum. IPTRN leggur áherslu á að skilja hvata og áskoranir tengdar ferðaþjónustu á afskekktum svæðum norður- og suðurskauts.