06.09.2016
Leikur að læra á Barnabóli
Leikskólinn Barnaból hefur nú hafið innleiðingu á Leikur að læra en það er námsaðferð sem stuðlar að fjölbreyttari kennsluháttum á leikskólastigi. Í síðustu viku fengu foreldrar kynningu á verkefninu en mikilvægur þáttur í þessum kennsluformi er þátttaka foreldra og eru því sett sameiginleg verkefni fyrir foreldra og börn þegar komið er á leikskólann.