Fara í efni

Yfirlit frétta

19.10.2016

Dósir og flöskur

Bebbi verður á sínum stað á fimmtudaginn milli 13:00-16:30
18.10.2016

Kleinuæfing Rauða krossins á Þórshöfn

Rauði krossinn í Þingeyjarsýslu æfir opnun fjöldahjálparstöðvar á Þórshöfn næstkomandi miðvikudagskvöld, 19. október milli kl. 20:00 og 21:00. Æfingin verður í grunnskólanum, en hann er skilgreindur sem fjöldahjálparstöð ef alvöru neyðarástand skapast.
17.10.2016

Þórsver fær langþráða andlitslyftingu

Það er óhætt að segja að félagsheimilið Þórsver hafi tekið miklum breytingum síðastliðnar vikur og hefur verðurblíðan í október gert það að verkum að málararnir gátu klárað mun meira en vonir stóðu til. Múrvinna var nokkuð mikil enda langt síðan unnið hefur verið í húsinu að einhverju ráði. Nú er að takast að klára að mála eina og tvær umferðir á allt húsið fyrir veturinn, sem heldur öllum múrviðgerðum vatnsheldum, en í vor verður farið í lokafrágang. Að sögn Guðmundar málara þá er stefnt að því að koma aftur í vor, sjá hvort allar múrviðgerðir hafi haldið sér og laga ef eitthvað er, síðan er hægt að klára endanlega að mála og að sjálfsögðu að setja stafina framaná húsið, en hann segir að bæjarbúar hafi verið duglegir að spyrja að því allt frá því að þeir byrjuðu. Litirnir tóna við grunnskólann og íþróttahúsið, með sama hvíta og gráa tón eins og er á skólanum. Virkilega ánæjulegt enda húsið mikilvægt í hugum íbúa. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá síðustu vikum, sem og gamlar myndir af þessu reisulega húsi. /GBJ
17.10.2016

Læsissáttmáli

Læsissáttmáli samtakana Heimili og skóla verður kynntur fyrir foreldrum og skólafólki í Langanesbyggð
11.10.2016

53. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar

53. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Þórsveri, Þórshöfn þann 13.10.2016 kl. 17:00
07.10.2016

HÆFILEIKARÍKUR REKSTRARSTJÓRI ÓSKAST

Rekstrarstjóri óskast til starfa á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Nausti á Þórshöfn. Leitað er að metnaðarfullum, hugmyndaríkum og kraftmiklum einstaklingi til að takast á við ögrandi og spennandi verkefni.
06.10.2016

Stuðningsfjölskylda óskast

Félagsþjónusta Norðurþings óskar eftir stuðningsfjölskyldu á Þórshöfn fyrir barn með fötlun.
03.10.2016

Umboðsmaður Norlandair á Þórhafnarflugvelli óskast

Norlandair óskar eftir að ráða umboðsmann á Þórshafnarflugvelli. Við leitum að þjónustusinnuðum einstaklingi með áhuga taka þátt í uppbyggingu á ört vaxandi fyrirtæki í flugrekstri.
30.09.2016

Föstudagsfjör hjá UMFL

Í dag verða leikir og gaman uppí íþróttahúsi en þá ætlar UMFL að starta vetrinum. Milli kl. 16-17 er ætlunin að hittast og hafa gaman, bæði krakkar og foreldrar. Einnig geta foreldrar hitt á stjórnarmenn ef einhverjar spurningar eru varðandi vetrarstarfið og hægt verður að skrá krakkana á staðnum á haustönn. Æfingar hefjast svo samkvæmt æfingatöflu mánudaginn 3.október. Hlökkum til að sjá sem flesta, alla krakka, ömmur, afa, mömmur og pabba og höfum gaman saman. Tilvalið að skella sér svo í sund á eftir Kveðja stjórn UMFL
27.09.2016

Fundargerð 52. fundar sveitarstjórnar Langanesbyggðar

Fundargerð 52. fundar sveitarstjórnar Langanesbyggðar hefur verið gerð aðgengileg á netinu. Fundargerðina má nálgast með því að smella